Hvar er laxinn sem á að vera mættur í Leirvogsá Karl Lúðvíksson skrifar 18. júlí 2011 13:50 Hvar er laxinn sem á að vera mættur í Leirvogsá? Mynd af www.svfr.is Það er ótrúlegt þegar maður ber saman veiðina í nágrenni Reykjavíkur að sjá hvað vel gengur í Elliðaánum, sjá þó eitthvað af laxi í Korpu en að Leirvogsá sé ennþá ekki svipur hjá sjón miðað við "venjuleg" ár í ánni. Við heyrðum í veiðimanni sem var í Leirvogsánni fyrir fáum dögum og hann átti ekki til orð. Hann gekk víða um ánna og sá tvo laxa og tók annan þeirra. Engar göngur, engin lax undir brúnni og áin ólík þeirri á sem þessi veiðimaður á að venjast. Þegar menn hafa veitt sömu ánna í 20 ár á svipuðum tíma þekkja menn vel til þannig að það var ekki reynsluleysi um að kenna. Það hefur frést af ágætis göngum í margar árnar á SV horninu um helgina og þá sérstaklega í Norðurá. Miðað við að almennt finna menn fyrir því að allt er seinna af stað þá verðum við bara að vona að sama sagan sé uppi með Leirvogsánna. Hennar besti tími er ekki kominn. Stangveiði Mest lesið Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði Black Ghost sterk í Urriðan Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Stórir birtingar ennþá að veiðast í Baugstaðarós Veiði Loksins lax á land í Blöndu Veiði Fleiri laxveiðiár að opna með góðum aflabrögðum Veiði Ársskammtur étinn á þremur dögum Veiði Ein sú vinsælasta í urriðann á Þingvöllum Veiði Veiðin ennþá góð og sjóbirtingurinn vel haldinn Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði
Það er ótrúlegt þegar maður ber saman veiðina í nágrenni Reykjavíkur að sjá hvað vel gengur í Elliðaánum, sjá þó eitthvað af laxi í Korpu en að Leirvogsá sé ennþá ekki svipur hjá sjón miðað við "venjuleg" ár í ánni. Við heyrðum í veiðimanni sem var í Leirvogsánni fyrir fáum dögum og hann átti ekki til orð. Hann gekk víða um ánna og sá tvo laxa og tók annan þeirra. Engar göngur, engin lax undir brúnni og áin ólík þeirri á sem þessi veiðimaður á að venjast. Þegar menn hafa veitt sömu ánna í 20 ár á svipuðum tíma þekkja menn vel til þannig að það var ekki reynsluleysi um að kenna. Það hefur frést af ágætis göngum í margar árnar á SV horninu um helgina og þá sérstaklega í Norðurá. Miðað við að almennt finna menn fyrir því að allt er seinna af stað þá verðum við bara að vona að sama sagan sé uppi með Leirvogsánna. Hennar besti tími er ekki kominn.
Stangveiði Mest lesið Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði Black Ghost sterk í Urriðan Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Stórir birtingar ennþá að veiðast í Baugstaðarós Veiði Loksins lax á land í Blöndu Veiði Fleiri laxveiðiár að opna með góðum aflabrögðum Veiði Ársskammtur étinn á þremur dögum Veiði Ein sú vinsælasta í urriðann á Þingvöllum Veiði Veiðin ennþá góð og sjóbirtingurinn vel haldinn Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði