Rory McIlroy verður með Els og Fowler í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana 12. júlí 2011 10:00 Rory McIlroy sigraði með yfirburðum á opna bandaríska meistaramótinu. AFP Opna breska meistaramótið í golfi hefst á fimmtudaginn á Royal St. George‘s vellinum og er þetta í 140. sinn sem mótið fer fram. Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku hefur titil að verja en hann sigraði með nokkrum yfirburðum í fyrra á St. Andrews. Að venju verða margir spennandi ráshópar fyrstu tvo keppnisdagana og Norður-Írinn Rory McIlroy vekur mesta athygli allra keppenda. Rory McIlroy verður í ráshóp með hinum þaulreynda Suður-Afríkumanni Ernie Els fyrstu tvo keppnisdagana og bandaríska ungstirnið Ricky Fowler verður með þeim í ráshóp. Þeir fara af stað kl. 8.09 að íslenskum tíma á fimmtudagsmorgun. Efsti maður heimslistans, Luke Donald frá Englandi, er í næsta ráshóp þar á eftir kl. 9.20 en Japaninn Ryo Ishikawa og Spánverjinn Sergio Garcia verða með Donald fyrstu tvo keppnisdagana. Eftir hádegi á fimmtudag hefur Lee Westwood frá Englandi leik kl. 13.10 að íslenskum tíma en með honum verða þeir Steve Stricker frá Bandaríkjunum og Charl Schwartzel frá Suður-Afríku sem sigraði á Mastersmótinu í vor. Oosthuizen hefur titilvörnina kl. 13.21 að íslenskum tíma og er hann með Martin Kaymer frá Þýskalandi og Bandaríkjamanninum Phil Mickelson í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana. Golf Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Opna breska meistaramótið í golfi hefst á fimmtudaginn á Royal St. George‘s vellinum og er þetta í 140. sinn sem mótið fer fram. Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku hefur titil að verja en hann sigraði með nokkrum yfirburðum í fyrra á St. Andrews. Að venju verða margir spennandi ráshópar fyrstu tvo keppnisdagana og Norður-Írinn Rory McIlroy vekur mesta athygli allra keppenda. Rory McIlroy verður í ráshóp með hinum þaulreynda Suður-Afríkumanni Ernie Els fyrstu tvo keppnisdagana og bandaríska ungstirnið Ricky Fowler verður með þeim í ráshóp. Þeir fara af stað kl. 8.09 að íslenskum tíma á fimmtudagsmorgun. Efsti maður heimslistans, Luke Donald frá Englandi, er í næsta ráshóp þar á eftir kl. 9.20 en Japaninn Ryo Ishikawa og Spánverjinn Sergio Garcia verða með Donald fyrstu tvo keppnisdagana. Eftir hádegi á fimmtudag hefur Lee Westwood frá Englandi leik kl. 13.10 að íslenskum tíma en með honum verða þeir Steve Stricker frá Bandaríkjunum og Charl Schwartzel frá Suður-Afríku sem sigraði á Mastersmótinu í vor. Oosthuizen hefur titilvörnina kl. 13.21 að íslenskum tíma og er hann með Martin Kaymer frá Þýskalandi og Bandaríkjamanninum Phil Mickelson í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana.
Golf Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira