Donald tryggði sér 100 milljónir kr. með öruggum sigri í Skotlandi 10. júlí 2011 23:30 Luke Donald sigraði með nokkrum yfirburðum á opna skoska meistaramótinu í golfi á Evrópumótaröðinni sem lauk í dag. Nordic Photos/Getty Images Luke Donald sigraði með nokkrum yfirburðum á opna skoska meistaramótinu í golfi á Evrópumótaröðinni sem lauk í dag. Enski kylfingurinn hefur nú sigrað á þremur atvinnumótum á þessu ári en hann er í efsta sæti heimslistans og til alls líklegur á opna breska meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn. Donald lék samtals á -19 en hann lék lokahringinn á 63 höggum, eða -9, og gerði engin mistök. Donald sigraði á heimsmótinu í holukeppni í febrúar og í maí sigraði hann á BMW-meistaramótinu á hinum sögufræga Wentworth golfvelli. Hinn 33 ára gamli Donald var fjórum höggum betri en Svíinn Fredrik Andersson Hed sem lék besta hring mótsins í dag en hann lék á 62 höggum eða – 10. Andersson Hed rétt náði að komast í gegnum niðurskurðinn að loknum öðrum keppnisdegi og hann náði því að bæta stöðu sína gríðarlega með frábærum lokahring. Donald hefur aldrei leikið á betra skori á Evrópumótaröðinni en hann lék í skoskum „tartan" buxum en það gerði hann til þess að heiðra föður sinn sem er fæddur í Skotlandi Eins og áður segir hefst opna breska meistaramótið á fimmtudaginn á Sandwich vellinum en Donald hefur aldrei sigrað á stórmóti. Keppnishaldið fór úr skorðum í Skotlandi þar sem að gríðarleg úrkoma var á öðrum keppnisdegi mótsins. Mótsstjórnin tók ákvörðun um að stytta mótið í 54 holur. Fyrir sigurinn fékk Donald um 100 milljónir kr. Donald náði að auka forskot sitt í efsta sæti heimslistans þar sem að landi hans Lee Westwood endaði í 14. sæti en hann er annar á heimslistanum. Scott Jamieson, nýliði á mótaröðinni, náði að tryggja sér keppnisrétt á opna breska meistaramótiun með því að ná þriðja sætinu á þessu móti. Hann setti niður pútt á lokaholunni fyrir fugli sem tryggði honum farseðil á opna breska. Golf Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Luke Donald sigraði með nokkrum yfirburðum á opna skoska meistaramótinu í golfi á Evrópumótaröðinni sem lauk í dag. Enski kylfingurinn hefur nú sigrað á þremur atvinnumótum á þessu ári en hann er í efsta sæti heimslistans og til alls líklegur á opna breska meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn. Donald lék samtals á -19 en hann lék lokahringinn á 63 höggum, eða -9, og gerði engin mistök. Donald sigraði á heimsmótinu í holukeppni í febrúar og í maí sigraði hann á BMW-meistaramótinu á hinum sögufræga Wentworth golfvelli. Hinn 33 ára gamli Donald var fjórum höggum betri en Svíinn Fredrik Andersson Hed sem lék besta hring mótsins í dag en hann lék á 62 höggum eða – 10. Andersson Hed rétt náði að komast í gegnum niðurskurðinn að loknum öðrum keppnisdegi og hann náði því að bæta stöðu sína gríðarlega með frábærum lokahring. Donald hefur aldrei leikið á betra skori á Evrópumótaröðinni en hann lék í skoskum „tartan" buxum en það gerði hann til þess að heiðra föður sinn sem er fæddur í Skotlandi Eins og áður segir hefst opna breska meistaramótið á fimmtudaginn á Sandwich vellinum en Donald hefur aldrei sigrað á stórmóti. Keppnishaldið fór úr skorðum í Skotlandi þar sem að gríðarleg úrkoma var á öðrum keppnisdegi mótsins. Mótsstjórnin tók ákvörðun um að stytta mótið í 54 holur. Fyrir sigurinn fékk Donald um 100 milljónir kr. Donald náði að auka forskot sitt í efsta sæti heimslistans þar sem að landi hans Lee Westwood endaði í 14. sæti en hann er annar á heimslistanum. Scott Jamieson, nýliði á mótaröðinni, náði að tryggja sér keppnisrétt á opna breska meistaramótiun með því að ná þriðja sætinu á þessu móti. Hann setti niður pútt á lokaholunni fyrir fugli sem tryggði honum farseðil á opna breska.
Golf Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira