Steve Williams allt annað en sáttur við Tiger Woods Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 27. júlí 2011 11:00 Steve Williams og Tiger Woods náðu vel saman á þeim 12 árum sem Williams var aðstoðarmaður bandaríska kylfingsins. AFP Steve Williams, sem nýverið var sagt upp störfum sem kylfuberi hjá Tiger Woods, segir að virðing hans á bandaríska kylfingnum hafi ekki verið upp á marga fiska eftir að upp komst um framhjáhald Woods í lok árins 2009. Willams var kylfuberi eða aðstoðarmaður Woods í alls 12 ár og á þeim tíma vann Woods 13 stórmót en alls hefur Woods unnið 14 stórmót. „Ég held að allir skilji að ég var í erfiðri stöðu. Ég sagði við Woods fyrir Mastersmótið á Augusta á þessu ári að þyrfti að vinna til baka traust mitt og virðingu,“ sagði Williams en hann hefur verið tekjuhæsti „íþróttamaður“ Nýja-Sjálands undanfarin ár og þénað vel á samstarfi sínu við Woods. Hinn 47 ára gamli Williams var í viðtali við sjónvarpsstöð í heimalandinu og þar kom m.a. fram að það hafi verið erfið ákvörðun að halda tryggð við Woods eftir að upp komst um framhjáhald kylfingsins. „Ég valdi það að styðja við bakið á Woods , og þetta var erfiður tími fyrir mig og fjölskylduna. Ég lá undir grun um að hafa hylmt yfir með Woods í þessu öllu saman og mér fannst að nafn mitt hefði átt að vera hreinsað af öllum slíkum ásökunum frá upphafi. Það var ekki gert og staðan er því mun erfiðari fyrir vikið. Það má segja að ég hafi fórnað tveimur árum af mínu lífi,“ sagði Williams og er hann allt annað en ánægður með fyrrum vinnuveitenda. Williams verður hinsvegar ekki lengi atvinnulaus en han nhefur unnið fyrir Ástralann Adam Scott að undanförnu - en eflaust eru fleiri stór nöfn í golfheiminum sem hafa áhuga á að fá hann til starfa. Golf Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Steve Williams, sem nýverið var sagt upp störfum sem kylfuberi hjá Tiger Woods, segir að virðing hans á bandaríska kylfingnum hafi ekki verið upp á marga fiska eftir að upp komst um framhjáhald Woods í lok árins 2009. Willams var kylfuberi eða aðstoðarmaður Woods í alls 12 ár og á þeim tíma vann Woods 13 stórmót en alls hefur Woods unnið 14 stórmót. „Ég held að allir skilji að ég var í erfiðri stöðu. Ég sagði við Woods fyrir Mastersmótið á Augusta á þessu ári að þyrfti að vinna til baka traust mitt og virðingu,“ sagði Williams en hann hefur verið tekjuhæsti „íþróttamaður“ Nýja-Sjálands undanfarin ár og þénað vel á samstarfi sínu við Woods. Hinn 47 ára gamli Williams var í viðtali við sjónvarpsstöð í heimalandinu og þar kom m.a. fram að það hafi verið erfið ákvörðun að halda tryggð við Woods eftir að upp komst um framhjáhald kylfingsins. „Ég valdi það að styðja við bakið á Woods , og þetta var erfiður tími fyrir mig og fjölskylduna. Ég lá undir grun um að hafa hylmt yfir með Woods í þessu öllu saman og mér fannst að nafn mitt hefði átt að vera hreinsað af öllum slíkum ásökunum frá upphafi. Það var ekki gert og staðan er því mun erfiðari fyrir vikið. Það má segja að ég hafi fórnað tveimur árum af mínu lífi,“ sagði Williams og er hann allt annað en ánægður með fyrrum vinnuveitenda. Williams verður hinsvegar ekki lengi atvinnulaus en han nhefur unnið fyrir Ástralann Adam Scott að undanförnu - en eflaust eru fleiri stór nöfn í golfheiminum sem hafa áhuga á að fá hann til starfa.
Golf Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira