Golf

Kristján Þór: Ég gaf þessu sénsinn

Sigurður Elvar Þórólfsson á Hólmsvelli í Leiru skrifar
Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ lék vel á lokadeginum á Íslandsmótinu í höggleik, 69 höggum, þremur höggum undir pari og gerði hann atlögu að Axel Bóassyni sem var efstur fyrir lokahringinn. Kristján fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í Vestmannaeyjum árið 2008 en hann hefur endað í öðru sæti á tvö síðustu ár á Íslandsmótinu í höggleik.

Í gær (laugardag) sló ég á vitlausa staði á mörgum grínum og það var erfitt að pútta. Eigum við ekki að segja að ég hafi gert mistökin á laugardeginum," sagði Kristján Þór í dag. „Ég var eiginlega ekki með neitt leikplan. Mér leið fyrir daginn í dag, vitandi það að ég hef ekki leikið yfir pari á lokadegi á landsmóti undanfarin 2-3 ár. Veðrið var jafnt fyrir alla, en það var góð ákvörðun hjá mótsnefnd að fresta leik í morgun. Tilfinningin að vera annar annað árið í röð er allt í lagi. Ég gaf þessu sénsinn, en klúðraði aðeins í gær og spilaði mig þannig séð út úr þessu, en kom sterkur til baka í dag," sagði Kristján Þór en næsta stóra verkefnið hjá honum er sveitakeppnin sem fram fer um miðjan ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×