Golf

Axel Íslandsmeistari í golfi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Axel Bóasson.
Axel Bóasson.
Axel Bóasson úr Keili varð í dag Íslandsmeistari í golfi eftir spennandi lokadag. Taugar Axels héldu út holurnar 18 og hann fagnaði innilega í lokin. Axel lauk keppni á tveim höggum undir pari eða þrem höggum betur en Kristján Þór Einarsson.

Kristján Þór lék best allra í dag og sótti hraustlega að Axel. Hann náði meðal annars að jafna við Axel en Axel gerði engin mistök á lokaholunni og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skipti.

Ólafur Már Sigurðsson og Heiðar Davíð Bragason voru jafnir í þriðja sæti og urðu að leika bráðabana um þriðja sætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×