Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði eina markið þegar Valskonur tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleiknum með 1-0 sigri á Aftureldingu í Mosfellsbænum í kvöld í undanúrslitaleik þeirra í Valitorbikarnum. Þetta er í fjórða árið í röð sem Valsliðið kemst alla leið í bikarúrslitin.
Valskonur voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum í kvöld. Þær mættu ákveðnar til leiks og sóttu af kappi en stelpurnar úr Mosfellsbæ vörðust sem mest þær máttu.
Á 21. mínútu leiksins kom fyrsta og eina mark leiksins. Þá sendi Dagný Brynjarsdóttir fyrir markið frá hægri þar sem Kristín Ýr var mætt og sendi boltann neðst í markhornið. Snyrtilegt mark og forystan verðskulduð.
Laufey Ólafsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir fengu fín færi fyrir Val í hálfleiknum sem nýttust ekki. Þá átti Kristín Ýr tvö góð færi til viðbótar en bæði skot hennar og skalli fóru yfir mark Mosfellinga.
Í síðari hálfleik var allt annað uppi á teningnum. Mosfellsstelpur ætluðu greinilega að selja sig dýrt enda sæti í úrslitaleik Valitor-bikarsins í húfi. Svo langt hefur Afturelding aldrei komist og möguleiki á að skrá sig í sögubækur félagsins.
Þrátt fyrir baráttu og vilja gáfu Valskonur aðeins eitt færi á sér. Það fékk Ahkeelea Mollon sem er í láni frá Stjörnunni. Hún komst þá ein gegn Meagan McCray sem varði mjög vel. Mollon var spræk í leiknum og góður liðsstyrkur fyrir Mosfellinga.
Á hinum enda vallarins komst varamaðurinn Björk Gunnarsdóttir næst því að skora þegar hörkuskot hennar small í slánni. Fleiri urðu mörkin ekki og Valskonur komnar í bikarúrslitin í tuttugasta skipti. Þær hafa leikið níu af síðustu ellefu úrslitaleikjunum.
Umfjöllun: Valskonur í úrslit fjórða árið í röð
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið






„Ég trúi þessu varla“
Sport

Gylfi orðinn Víkingur
Íslenski boltinn


Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val
Íslenski boltinn

Carragher kallaði Ferdinand trúð
Enski boltinn