Ólafía Þórunn með tveggja högga forskot hjá konunum - erfitt hjá Tinnu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2011 16:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR. Mynd/GVA Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er efst eftir annan dag í meistaraflokki kvenna á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á Hólmsvelli í Leiru. Ólafía Þórunn lék á tveimur höggum undir pari í dag eftir að hafa leikið á pari í gær. Hún er því á tveimur höggum undir pari eftir fyrstu 36 holurnar. Ólafía Þórunn er með tveggja högga forskot á Eyglóu Myrru Óskarsdóttur úr Golfklúbbnum Oddi. Eygló Myrra var með forystu um tíma í dag en tapaði tveimur höggum á síðustu tveimur holunum. Ólafía fékk hinsvegar fugl á 18. holunni og kom til baka eftir að hafa fengið skolla á 16. og 17. Signý Arnórsdóttir úr GK er í 3. sæti á þremur höggum yfir pari en GR-ingurinn Berglind Björnsdóttir kemur síðan í 4. sætinu höggi á eftir. Tinna Jóhannsdóttir úr Keili var með forystu eftir fyrsta daginn en hún byrjaði skelfilega í dag. Tinna lék á þremur höggum undir pari í gær (nýtt vallarmet) en tapaði sjö höggum á fyrstu níu holunum í dag. Hún endaði á því að leika á 9 höggum yfir pari eða á tólf höggum meira en í gær. Tinna er í 7. til 9. sæti.Staðan hjá konunum eftir tvo daga á Íslandsmótinu í höggleik: 1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR -2 2. Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO Par 3. Signý Arnórsdóttir, GK +3 4. Berglind Björnsdóttir, GR +4 5. Ingunn Gunnarsdóttir, GKG +5 5. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL +5 7. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK +6 7. Þórdís Geirsdóttir, GK +6 7. Tinna Jóhannsdóttir, GK +6 10. Karen Guðnadóttir, GS +11 Golf Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er efst eftir annan dag í meistaraflokki kvenna á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á Hólmsvelli í Leiru. Ólafía Þórunn lék á tveimur höggum undir pari í dag eftir að hafa leikið á pari í gær. Hún er því á tveimur höggum undir pari eftir fyrstu 36 holurnar. Ólafía Þórunn er með tveggja högga forskot á Eyglóu Myrru Óskarsdóttur úr Golfklúbbnum Oddi. Eygló Myrra var með forystu um tíma í dag en tapaði tveimur höggum á síðustu tveimur holunum. Ólafía fékk hinsvegar fugl á 18. holunni og kom til baka eftir að hafa fengið skolla á 16. og 17. Signý Arnórsdóttir úr GK er í 3. sæti á þremur höggum yfir pari en GR-ingurinn Berglind Björnsdóttir kemur síðan í 4. sætinu höggi á eftir. Tinna Jóhannsdóttir úr Keili var með forystu eftir fyrsta daginn en hún byrjaði skelfilega í dag. Tinna lék á þremur höggum undir pari í gær (nýtt vallarmet) en tapaði sjö höggum á fyrstu níu holunum í dag. Hún endaði á því að leika á 9 höggum yfir pari eða á tólf höggum meira en í gær. Tinna er í 7. til 9. sæti.Staðan hjá konunum eftir tvo daga á Íslandsmótinu í höggleik: 1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR -2 2. Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO Par 3. Signý Arnórsdóttir, GK +3 4. Berglind Björnsdóttir, GR +4 5. Ingunn Gunnarsdóttir, GKG +5 5. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL +5 7. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK +6 7. Þórdís Geirsdóttir, GK +6 7. Tinna Jóhannsdóttir, GK +6 10. Karen Guðnadóttir, GS +11
Golf Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira