Einvígið á Nesinu á morgun - Birgir Leifur verður með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2011 13:00 Birgir Leifur Hafþórsson vann mótið í fyrra. Mynd/Daníel Árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL, Einvígið á Nesinu, verður haldið í fimmtánda skipti á Nesvellinum á morgun mánudaginn 1. ágúst. Nesklúbburinn hefur nú tilkynnt um það hverjir verða með í mótinu í ár. Mótið verður með hefðbundnu sniði, þ.e. klukkan 10.00 leika keppendur 9 holu höggleik og kl. 13.00 hefst svo Einvígið(shoot-out). Einn kylfingur dettur út á hverri holu, þar til tveir berjast um sigurinn á 18. holu. Venju samkvæmt er ellefu af bestu kylfingum landsins boðið til leiks. Birgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar er sigurvegari síðasta árs og mætir til þess að verja titilinn. Birgir Leifur mætir meðal annars nýkrýndum Íslandsmeisturum í höggleik, Axel Bóasyni úr Keili og Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur úr GR. DHL hefur verið styrktaraðili mótsins frá því að það var fyrst haldið árið 1997 og ávallt styrkt félög eða samtök sem láta sér hag langveikra barna varða. Í ár er það Barnaspítali Hringsins.Þátttakendur 2011 Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG - Klúbbmeistari GKG Andri Þór Björnsson, GR - Klúbbmeistari GR Axel Bóasson, GK - Íslandsmeistari karla í högleik Birgir Leifur Hafþórsson, GKG - Shoot-out meistari 2010 Björgvin Sigurbergsson, GK - Klúbbmeistari GK Ingi Rúnar Gíslason, GKJ - Klúbbmeistari GKJ Karlotta Einarsdóttir, NK - Klúbbmeistari NK Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR - Íslandsmeistari kvenna í höggleik og klúbbmeistari GR Tinna Jóhannsdóttir, GK - Klúbbmeistari GK Í höggleiknum um morguninn leika einnig tveir kylfingar um síðasta sætið í einvíginu. Það eru sigurvegarar opinna móta á Nesvellinum fyrr í sumar og eru þeir Nökkvi Gunnarsson og Þórarinn Gunnar Birgisson báðir úr NK. Golf Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Aston Villa - Arsenal | Tvö eldheit lið á Villa Park Enski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL, Einvígið á Nesinu, verður haldið í fimmtánda skipti á Nesvellinum á morgun mánudaginn 1. ágúst. Nesklúbburinn hefur nú tilkynnt um það hverjir verða með í mótinu í ár. Mótið verður með hefðbundnu sniði, þ.e. klukkan 10.00 leika keppendur 9 holu höggleik og kl. 13.00 hefst svo Einvígið(shoot-out). Einn kylfingur dettur út á hverri holu, þar til tveir berjast um sigurinn á 18. holu. Venju samkvæmt er ellefu af bestu kylfingum landsins boðið til leiks. Birgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar er sigurvegari síðasta árs og mætir til þess að verja titilinn. Birgir Leifur mætir meðal annars nýkrýndum Íslandsmeisturum í höggleik, Axel Bóasyni úr Keili og Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur úr GR. DHL hefur verið styrktaraðili mótsins frá því að það var fyrst haldið árið 1997 og ávallt styrkt félög eða samtök sem láta sér hag langveikra barna varða. Í ár er það Barnaspítali Hringsins.Þátttakendur 2011 Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG - Klúbbmeistari GKG Andri Þór Björnsson, GR - Klúbbmeistari GR Axel Bóasson, GK - Íslandsmeistari karla í högleik Birgir Leifur Hafþórsson, GKG - Shoot-out meistari 2010 Björgvin Sigurbergsson, GK - Klúbbmeistari GK Ingi Rúnar Gíslason, GKJ - Klúbbmeistari GKJ Karlotta Einarsdóttir, NK - Klúbbmeistari NK Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR - Íslandsmeistari kvenna í höggleik og klúbbmeistari GR Tinna Jóhannsdóttir, GK - Klúbbmeistari GK Í höggleiknum um morguninn leika einnig tveir kylfingar um síðasta sætið í einvíginu. Það eru sigurvegarar opinna móta á Nesvellinum fyrr í sumar og eru þeir Nökkvi Gunnarsson og Þórarinn Gunnar Birgisson báðir úr NK.
Golf Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Aston Villa - Arsenal | Tvö eldheit lið á Villa Park Enski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira