Línumaðurinn Elísabet Gunnarsdóttir er genginn til liðs við Fram. Elísabet, sem kemur úr Stjörnunni, skrifaði undir tveggja ára samning við Safamýrarliðið.
Framarar sendu frá sér fréttatilkynningu í gærkvöldi. Í henni segir meðal annars:
Ljóst er að það er félaginu mikill styrkur að fá leikmann á borð Elísabetu til liðs við sig. Elísabet sem er 27 ára hefur spilað með íslenska A landsliðinu undan farin ár en hún er uppalin í Stjörnunni. Hún hefur bæði orðið Íslands- og bikarmeistari með Stjörnunni þar sem hún hefur leikið allan sinn feril.
Knattspyrnufélagið FRAM býður hana hjartanlega velkomna í félagið.
