Blikastaðaós í Korpu er pakkaður af laxi 8. ágúst 2011 21:00 Mynd af www.hreggnasi.is Ágæt veiði hefur verið í Korpu/Úlfarsá að undanförnu. Vatnsmagn er með besta móti og gríðarlegt magn af laxi sést í árósnum við Blikastaðavog á hverju flóði. Að sögn Júlíusar Ásbjörnssonar veiðivarðar er það mikið sjónarspil að fylgjast með laxatorfunum á vognum, stökkvandi laxar út um allt og oftar en ekki eru það þaulsetnir veiðimenn á neðsta veiðistaðnum sem fæla laxinn frá því að ganga upp í ána. ,,Margir af þeim, sem veiða í Korpu, eru vanir því að allt að 2/3 veiðinnar hér áður fyrr hafi verið í Sjávarfossinum og þar fyrir neðan og það er því ekkert einfalt mál að fá menn til þess að hugsa öðru vísi. Sumir eru að veiða í ósnum og ég hef séð menn fæla gönguna frá með því að standa þar sem áin rennur til sjávar. Það er hvítmálaður steinn í fjöruborðinu, sem fer á kaf í flóði, og menn eru beðnir um að fara ekki neðar en það. Laxinn þarf að ganga upp Sjávarfossinn til þess að komast upp í ána en það veltur á því hvenær flóðið er hvort hann hafi tækifæri til þess. Á daginn standa veiðimenn nánast alltaf við fossinn og það veldur því að laxinn sakkar niður í ósinn og bíður færis," segir Júlíus en að hans sögn voru gerðar ráðstafanir fyrir veiðitímann til þess að auðvelda uppgöngu laxins með því að stífla aðra kvíslina sem rennur í Sjávarfossinn. Gamalreyndir Korpukarlar þekkja þennan foss vel því stundum hefur sporður við sporð staðið út úr stöllunum í fossinum þegar göngurnar eru hvað kröftugastar. Júlíus segir að veiðin í Korpu nú sé um 130 laxar og auk þess hafa um 20 sjóbirtingar veiðst í ánni og þeir stærstu eru um 7 pund að þyngd. ,,Það var meiri veiði á sama tíma í fyrra en munurinn nú er að við erum að sjá miklu kröftugari göngur seint í júlí og nú í byrjun ágúst. Það eru a.m.k. tvær stórar laxatorfur hér í vognum og þótt aðeins hluti af þeim laxi skili sér upp í ána þá lofar það mjög góðu fyrir framhaldið." 130 fiskar hafa gengið upp fyrir stífluFram af þessu hafa menn ekkert veitt uppi á dal eða fyrir ofan Vesturlandsveginn en Júlíus segir að það sé ómaksins vert fyrir veiðimenn að huga að efri hluta árinnar nú í ágústmánuði. ,,Það eru 130 fiskar gengnir upp fyrir Stífluna, sem er rétt neðan við Vesturlandsveginn, og vafalaust er eitthvað af því sjóbirtingur í bland við laxinn. Margir af gömlu Korpukörlunum, sem hafa haldið tryggð við ána, hafa aldrei veitt fyrir ofan Vesturlandsveginn en þar er fullt af veiðistöðum alla leiðina upp að Hafravatni. Þegar ég og félagar mínir erum við veiðar í Korpu þá látum við neðsta hlutann yfirleitt alveg eiga sig. Við veiðum ofar í ánni eftir því sem líður á veiðitímabilið en þar eins og alls staðar í ánni þá skiptir mestu máli að nota smáar flugur,“ segir Júlíus Ásbjörnsson. Birt með góðfúslegu leyfi Hreggnasa ehf Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði
Ágæt veiði hefur verið í Korpu/Úlfarsá að undanförnu. Vatnsmagn er með besta móti og gríðarlegt magn af laxi sést í árósnum við Blikastaðavog á hverju flóði. Að sögn Júlíusar Ásbjörnssonar veiðivarðar er það mikið sjónarspil að fylgjast með laxatorfunum á vognum, stökkvandi laxar út um allt og oftar en ekki eru það þaulsetnir veiðimenn á neðsta veiðistaðnum sem fæla laxinn frá því að ganga upp í ána. ,,Margir af þeim, sem veiða í Korpu, eru vanir því að allt að 2/3 veiðinnar hér áður fyrr hafi verið í Sjávarfossinum og þar fyrir neðan og það er því ekkert einfalt mál að fá menn til þess að hugsa öðru vísi. Sumir eru að veiða í ósnum og ég hef séð menn fæla gönguna frá með því að standa þar sem áin rennur til sjávar. Það er hvítmálaður steinn í fjöruborðinu, sem fer á kaf í flóði, og menn eru beðnir um að fara ekki neðar en það. Laxinn þarf að ganga upp Sjávarfossinn til þess að komast upp í ána en það veltur á því hvenær flóðið er hvort hann hafi tækifæri til þess. Á daginn standa veiðimenn nánast alltaf við fossinn og það veldur því að laxinn sakkar niður í ósinn og bíður færis," segir Júlíus en að hans sögn voru gerðar ráðstafanir fyrir veiðitímann til þess að auðvelda uppgöngu laxins með því að stífla aðra kvíslina sem rennur í Sjávarfossinn. Gamalreyndir Korpukarlar þekkja þennan foss vel því stundum hefur sporður við sporð staðið út úr stöllunum í fossinum þegar göngurnar eru hvað kröftugastar. Júlíus segir að veiðin í Korpu nú sé um 130 laxar og auk þess hafa um 20 sjóbirtingar veiðst í ánni og þeir stærstu eru um 7 pund að þyngd. ,,Það var meiri veiði á sama tíma í fyrra en munurinn nú er að við erum að sjá miklu kröftugari göngur seint í júlí og nú í byrjun ágúst. Það eru a.m.k. tvær stórar laxatorfur hér í vognum og þótt aðeins hluti af þeim laxi skili sér upp í ána þá lofar það mjög góðu fyrir framhaldið." 130 fiskar hafa gengið upp fyrir stífluFram af þessu hafa menn ekkert veitt uppi á dal eða fyrir ofan Vesturlandsveginn en Júlíus segir að það sé ómaksins vert fyrir veiðimenn að huga að efri hluta árinnar nú í ágústmánuði. ,,Það eru 130 fiskar gengnir upp fyrir Stífluna, sem er rétt neðan við Vesturlandsveginn, og vafalaust er eitthvað af því sjóbirtingur í bland við laxinn. Margir af gömlu Korpukörlunum, sem hafa haldið tryggð við ána, hafa aldrei veitt fyrir ofan Vesturlandsveginn en þar er fullt af veiðistöðum alla leiðina upp að Hafravatni. Þegar ég og félagar mínir erum við veiðar í Korpu þá látum við neðsta hlutann yfirleitt alveg eiga sig. Við veiðum ofar í ánni eftir því sem líður á veiðitímabilið en þar eins og alls staðar í ánni þá skiptir mestu máli að nota smáar flugur,“ segir Júlíus Ásbjörnsson. Birt með góðfúslegu leyfi Hreggnasa ehf
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði