Veiðisaga úr Hrolleifsá Karl Lúðvíksson skrifar 4. ágúst 2011 10:18 Vænar bleikjur úr Hrolleifsá Mynd: Jón Kristinn Jónsson Hér kemur smá veiðisaga frá Jón Kristni sem var við veiðar í Hrolleifsá: "Vorum með þrjár stangir í Hrolleifsá um verslunarmannahelgina. Veiðin var ljómandi góð en það veiddist einn 8 punda lax, en það er ekki algengt að það veiðist lax í þessari á. Einnig komu á land nokkrir smáir staðbundnir urriðar og í kringum 20 sjóbleikjur. Bleikjurnar voru allar kringum 1 og hálft pund til 3 pund en þar fyrir utan veiddi hinn ungi veiðimaður Rúnar Ingi Freyr Róbertsson 6 punda bleikju. Laxinn tók á maðk en bleikjurnar veiddust flestar á litlar púpur og maðk. Nóg er af silung í ánni en einnig sáust fleiri laxar." Við þökkum Jóni fyrir fréttina og minnum ykkur á að þið getið sent okkur veiðifréttir og veiðimyndir á kalli@365.is Stangveiði Mest lesið Fín veiði í Kvíslaveitum Veiði Ísdorgið hægt og rólega að hverfa Veiði Angling IQ komið út Veiði Veiðifélaginn sparkaði fiskinum af önglinum Veiði Forúthlutun SVFR í undirbúningi Veiði Brot á lögum um veiðar á villtum dýrum Veiði Stjórn villtra laxastofna hefur bruðist Veiði Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði Dúi nýr formaður Skotvís Veiði Láttu fluguna fara hægt um hylinn Veiði
Hér kemur smá veiðisaga frá Jón Kristni sem var við veiðar í Hrolleifsá: "Vorum með þrjár stangir í Hrolleifsá um verslunarmannahelgina. Veiðin var ljómandi góð en það veiddist einn 8 punda lax, en það er ekki algengt að það veiðist lax í þessari á. Einnig komu á land nokkrir smáir staðbundnir urriðar og í kringum 20 sjóbleikjur. Bleikjurnar voru allar kringum 1 og hálft pund til 3 pund en þar fyrir utan veiddi hinn ungi veiðimaður Rúnar Ingi Freyr Róbertsson 6 punda bleikju. Laxinn tók á maðk en bleikjurnar veiddust flestar á litlar púpur og maðk. Nóg er af silung í ánni en einnig sáust fleiri laxar." Við þökkum Jóni fyrir fréttina og minnum ykkur á að þið getið sent okkur veiðifréttir og veiðimyndir á kalli@365.is
Stangveiði Mest lesið Fín veiði í Kvíslaveitum Veiði Ísdorgið hægt og rólega að hverfa Veiði Angling IQ komið út Veiði Veiðifélaginn sparkaði fiskinum af önglinum Veiði Forúthlutun SVFR í undirbúningi Veiði Brot á lögum um veiðar á villtum dýrum Veiði Stjórn villtra laxastofna hefur bruðist Veiði Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði Dúi nýr formaður Skotvís Veiði Láttu fluguna fara hægt um hylinn Veiði