Laxar á lofti við ósa Korpu Karl Lúðvíksson skrifar 3. ágúst 2011 11:06 Mynd: Hrannar Helgasson Þrátt fyrir að ágúst sé gengin í garð og á venjulegu ári ætti mesti krafturinn að vera farinn úr laxagöngunum þá er nú staðan bara allt önnur. Það er ennþá lax að ganga í Norðurá og stöðugar göngur virðast vera í flestum ánum þessa dagana. Hrannar Helgason hjá Fréttablaðinu var staddur við ósa Korpu og náði flottum myndum af löxum sem voru að stökkva við ósa Korpu og gera sig líklega til að ganga upp í ánna. Korpan hefur verið á góðu róli undanfarið og rigningin undanfarið haldið ánni í ágætu vatni þótt vatnslítil sé. Fiskur er að veiðast á flestum stöðum og það virðist vera nokkuð mikið af honum víða. T.d. í Stíflunni er lax að stökkva og sýna sig.Mynd: Hrannar HelgassonÞað koma síðan nýjar tölur frá Landsambandi veiðifélaga í lok dags og það verður gaman að sjá hvernig liðin vika hefur verið í veiðinni. Selá er komin vel yfir 1000 laxa eins Norðurá, Eystri Rangá og fleiri ár. Gangurinn er heilt yfirlitið ágætur þó svo að þetta hafi allt farið seinna af stað. Veiðimenn landsins fagna því ólíkt sólardýrkendum að sæmileg vætutíð hefur verið síðustu vikur þannig að það er engin að veiða þurrar ár eins og í fyrra. Stangveiði Mest lesið Laxá í Aðaldal opnar með látum Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Vesturröst kynnir nýja línu í veiðivörum frá Airflo Veiði Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Tungufljótið að lifna við Veiði Mikið líf í Varmá Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Sex laxar á land á fyrsta degi í Laxá í Leirársveit Veiði Agnhaldslaust hjá Fish Partner Veiði Nóg af laxi en aðstæður krefjandi Veiði
Þrátt fyrir að ágúst sé gengin í garð og á venjulegu ári ætti mesti krafturinn að vera farinn úr laxagöngunum þá er nú staðan bara allt önnur. Það er ennþá lax að ganga í Norðurá og stöðugar göngur virðast vera í flestum ánum þessa dagana. Hrannar Helgason hjá Fréttablaðinu var staddur við ósa Korpu og náði flottum myndum af löxum sem voru að stökkva við ósa Korpu og gera sig líklega til að ganga upp í ánna. Korpan hefur verið á góðu róli undanfarið og rigningin undanfarið haldið ánni í ágætu vatni þótt vatnslítil sé. Fiskur er að veiðast á flestum stöðum og það virðist vera nokkuð mikið af honum víða. T.d. í Stíflunni er lax að stökkva og sýna sig.Mynd: Hrannar HelgassonÞað koma síðan nýjar tölur frá Landsambandi veiðifélaga í lok dags og það verður gaman að sjá hvernig liðin vika hefur verið í veiðinni. Selá er komin vel yfir 1000 laxa eins Norðurá, Eystri Rangá og fleiri ár. Gangurinn er heilt yfirlitið ágætur þó svo að þetta hafi allt farið seinna af stað. Veiðimenn landsins fagna því ólíkt sólardýrkendum að sæmileg vætutíð hefur verið síðustu vikur þannig að það er engin að veiða þurrar ár eins og í fyrra.
Stangveiði Mest lesið Laxá í Aðaldal opnar með látum Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Vesturröst kynnir nýja línu í veiðivörum frá Airflo Veiði Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Tungufljótið að lifna við Veiði Mikið líf í Varmá Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Sex laxar á land á fyrsta degi í Laxá í Leirársveit Veiði Agnhaldslaust hjá Fish Partner Veiði Nóg af laxi en aðstæður krefjandi Veiði