Laxar á lofti við ósa Korpu Karl Lúðvíksson skrifar 3. ágúst 2011 11:06 Mynd: Hrannar Helgasson Þrátt fyrir að ágúst sé gengin í garð og á venjulegu ári ætti mesti krafturinn að vera farinn úr laxagöngunum þá er nú staðan bara allt önnur. Það er ennþá lax að ganga í Norðurá og stöðugar göngur virðast vera í flestum ánum þessa dagana. Hrannar Helgason hjá Fréttablaðinu var staddur við ósa Korpu og náði flottum myndum af löxum sem voru að stökkva við ósa Korpu og gera sig líklega til að ganga upp í ánna. Korpan hefur verið á góðu róli undanfarið og rigningin undanfarið haldið ánni í ágætu vatni þótt vatnslítil sé. Fiskur er að veiðast á flestum stöðum og það virðist vera nokkuð mikið af honum víða. T.d. í Stíflunni er lax að stökkva og sýna sig.Mynd: Hrannar HelgassonÞað koma síðan nýjar tölur frá Landsambandi veiðifélaga í lok dags og það verður gaman að sjá hvernig liðin vika hefur verið í veiðinni. Selá er komin vel yfir 1000 laxa eins Norðurá, Eystri Rangá og fleiri ár. Gangurinn er heilt yfirlitið ágætur þó svo að þetta hafi allt farið seinna af stað. Veiðimenn landsins fagna því ólíkt sólardýrkendum að sæmileg vætutíð hefur verið síðustu vikur þannig að það er engin að veiða þurrar ár eins og í fyrra. Stangveiði Mest lesið Leirvogsá er komin í gang Veiði Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði Flottur lax úr Svartá Veiði Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði Veiðidagur fjölskyldunnar 26. júní Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði Flott veiði í Grenlæk svæði 4 Veiði Saga af hrygnu í ánni Liza Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði
Þrátt fyrir að ágúst sé gengin í garð og á venjulegu ári ætti mesti krafturinn að vera farinn úr laxagöngunum þá er nú staðan bara allt önnur. Það er ennþá lax að ganga í Norðurá og stöðugar göngur virðast vera í flestum ánum þessa dagana. Hrannar Helgason hjá Fréttablaðinu var staddur við ósa Korpu og náði flottum myndum af löxum sem voru að stökkva við ósa Korpu og gera sig líklega til að ganga upp í ánna. Korpan hefur verið á góðu róli undanfarið og rigningin undanfarið haldið ánni í ágætu vatni þótt vatnslítil sé. Fiskur er að veiðast á flestum stöðum og það virðist vera nokkuð mikið af honum víða. T.d. í Stíflunni er lax að stökkva og sýna sig.Mynd: Hrannar HelgassonÞað koma síðan nýjar tölur frá Landsambandi veiðifélaga í lok dags og það verður gaman að sjá hvernig liðin vika hefur verið í veiðinni. Selá er komin vel yfir 1000 laxa eins Norðurá, Eystri Rangá og fleiri ár. Gangurinn er heilt yfirlitið ágætur þó svo að þetta hafi allt farið seinna af stað. Veiðimenn landsins fagna því ólíkt sólardýrkendum að sæmileg vætutíð hefur verið síðustu vikur þannig að það er engin að veiða þurrar ár eins og í fyrra.
Stangveiði Mest lesið Leirvogsá er komin í gang Veiði Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði Flottur lax úr Svartá Veiði Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði Veiðidagur fjölskyldunnar 26. júní Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði Flott veiði í Grenlæk svæði 4 Veiði Saga af hrygnu í ánni Liza Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði