Hugleiðingar um netaveiði á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár Karl Lúðvíksson skrifar 1. ágúst 2011 10:48 Mynd: www.svfr.is Þessa grein er að finna á vef þeirra Lax-Á manna og er góð lýsing á því sem velflestir veiðimenn sem leggja leið sína árnar á þessu vatnasvæði eru að hugsa: "Okkar ágæta Veiðimálastofnun hefur hin síðari ár gefið út mjög sterk tilmæli til allra stangveiðimanna á Íslandi að hlífa stórlaxinum og nú árið 2011 undir engum kringumstæðum skuli hann verða drepinn, öllum stórlaxi skal vera sleppt, og er það vel. Í framhaldinu velti ég því mikið fyrir mér hvers vegna gengdarlaus netaveiði á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár skuli vera undanskilin. Veiðimenn um allt land keppast við að sleppa laxi og sérstaklega stórlaxi. Það hefur orðið algjör hugarfarsbreyting hjá stangveiðimönnum, þökk sé Veiðimálastofnum og fleiri aðilum sem hafa keppst við að friða stórlaxinn undanfarinn áratug. Viti menn, árangurinn lætur ekki á sér standa, sumarið 2010 var eins og í gamla daga, árnar fylltust af stórlaxi og ekki man ég eftir eins mörgum 20+ pundurum skráða til bóka. EN ... á vatnasvæði Hvítár og Ölfusár er stunduð sjálftaka á laxi í net frá öfáum netaveiðijörðum. Mér vitanlega hafa hvorki ströng tilmæli hvað þá heldur áskoranir verið sendar til netaveiðiréttarhafa til að hlífa stórlaxinum. Netaveiðar eru stundaðar allt sumarið án nokkurrar veiðistjórnunar um kvóta eða tilmæla um að leggja ekki net fyrri hluta sumars þegar stórlaxinn gengur um svæði netaveiðibænda á leið til sinna heimkynna í uppám Árnesýslu til að hrygna og auka kyn sitt. Á sama tíma og net liggja niðri um gjörvalla Ölfusá og Hvítá, þar sem laxinn er aflífaður eru stangveiðimenn af veikum mætti að reyna að bjarga því sem bjargað verður með því að sleppa helst öllum stangveiddum laxi og eru flestir tilbúnir til að leggja allt sitt af mörkum til þess. Staðreyndirnar tala sínu máli, þessi glórulausa sjálftaka á laxi er um 65 til 80 prósent af heildarveiði á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár. Örfáir netabændur taka til sín nánast allan lax á svæðinu á meðan 260 aðilar í Veiðifélagi Árnesinga mega horfa upp á nokkra laxa sleppa í gegnum netin til hrygningar í uppám Árnessýslu. Þar sem eru þó heimkynni laxins, hann bara kemst ekki á heimaslóðir sínar. Merkjaheimtur sanna að netin taka 65 til 80% af heildarveiðinni sem er óheyrilega ósanngjarnt og er algörlega fáheyrt á okkar tímum. Ég veit og geri mér grein fyrir að allar þessar netalagnir eru löglegar og netabændur eru í l fullum rétti EN ... hvurslags sanngirnismál er það að u.þ.b. 10% af Veiðifélagi Árnesinga geti tekið til sín bróðurpart af allri laxagöngu á þetta eitt víðfeðmasta laxasvæði Evrópu. Þetta verður að leiðrétta, netabændur verða að virða friðhelgi stórlaxins rétt eins og aðrir hagsmunaaðilar, þ.e. aðrir veiðiréttareigendur, stangveiðimenn og leigutakar. Það verður aðeins gert með því að seinka því að setja niður netin, stórlaxinn gengur að öllu jöfnu snemmsumars, fyrrihlutann í Júlí , þannig að við þessu væri hægt að bregðast með því að setja ekki netin niður fyrr en 20.júlí, en þá eru smálaxagöngur hafnar og mest af stórlaxinum er genginn. Þá væri einnig eðlilegt að setja kvóta á netin eins og aðrar veiðar í þessu landi. Það gengur ekki upp að eingöngu netaveiðar sem eru hvað aflamestar skuli látnar kvótalausar og afraksturinn af uppeldi ánna á jafn stóru vatnasvæði vera hirt upp af örfáum aðilum. Við lifum í breyttum heimi, þar sem er verið að vernda dýrastofna sem eru í hættu. Laxasjóðir eru af störfum um allan heim til að vernda laxinn, Ísland hefur alltaf haft þá ásjónu að hafa verið í forsvari um áratuga skeið og rekið stefnu um verndun Atlantshafs laxins. Stefna sem allur heimurinn hefur tekið eftir og haft okkur til fyrirmyndar um sína eigin framtíðarsýn. Á sama tima er risavaxin netaveiði stunduð á einu stærsta vatnasvæði Atlantshaflaxins í Evrópu, þar sem meginþorri laxagöngunnar er gjörsamlega þurrkuð út. Tekið skal fram að það er ekki verið að saka netaveiði bændur hér, þeir virðast vera i fullum rétti til að veiða eins mikið af laxi og þeir mögulega geta, það bara skortir veiðistjórnun á þessu svæði. Hvernig er hægt að réttlæta að mikill minnihluti veiðiréttarhafa taki til sín meirihluta gæðanna? Skv. því er minnihlutinn að hagnast á meirihlutanum án þess að leggja í eðlilegan tilkostnað á móti, sú sýn er óneitanlega nokkuð skökk. Þessum verðmætum þarf að skipta niður af eðlilegri sanngirni. Ég vona, þótt að það sé of seint fyrir þetta árið, að stjórnvöld (Veiðimálastofnun) leggi það nú sterklega til að netaveiðibændur muni ekki leggja niður net fyrr en stórlaxinn hefur farið fram hjá og að settir verði sanngjarnir kvótar á hverja jörð. Á móti sleppa stangveiðimenn stórlaxi, og mest af smálaxi líka, kannski að kvótinn sé heppilegur á stöngina 1 smálax á dag. Það er til mikils að vinna fyrir alla aðila og ég leita eftir viðbrögðum bæði viðkomandi veiðiréttarhafa sem og yfirvalda. Uppbygging laxastofna á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár getur ekki einungis verið á herðum veiðiréttarhafa í uppám Árnessýslu og stangveiðimanna, netaveiðimenn verða að koma sterkir inn og láta til sín taka um friðun stórlaxins á svæðinu með því til dæmis að seinka netalögnum og setja kvóta. Veiðimálastofnun hefur unnið svo frábært starf í gegnum tíðina, ég trúi ekki öðru en að sú stofnun geti látið til sín taka í risamáli sem þessu til verndunar stórlaxinum á Íslandi. Þetta mál virðist hafa verið afar viðkvæmt alla tíð og helst ekki mátt minnast á þessi mál án þess að einhverjum líði illa. Það er þó engin afsökun né heldur ástæða til þess að taka ekki á málinu. Á umræddu vatnasvæði eru mörghundruð veiðiréttarhafar og þeirra réttur hefur algerlega að því virðist verið fyrir borð borinn til hagsbóta fyrir örfá. Það er augljóst að slíkt er ekki viðunandi og því eðlilegt að kalla eftir leiðréttingu. Arni Baldursson Birt með góðfúslegu leyfi Lax-Á Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði
Þessa grein er að finna á vef þeirra Lax-Á manna og er góð lýsing á því sem velflestir veiðimenn sem leggja leið sína árnar á þessu vatnasvæði eru að hugsa: "Okkar ágæta Veiðimálastofnun hefur hin síðari ár gefið út mjög sterk tilmæli til allra stangveiðimanna á Íslandi að hlífa stórlaxinum og nú árið 2011 undir engum kringumstæðum skuli hann verða drepinn, öllum stórlaxi skal vera sleppt, og er það vel. Í framhaldinu velti ég því mikið fyrir mér hvers vegna gengdarlaus netaveiði á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár skuli vera undanskilin. Veiðimenn um allt land keppast við að sleppa laxi og sérstaklega stórlaxi. Það hefur orðið algjör hugarfarsbreyting hjá stangveiðimönnum, þökk sé Veiðimálastofnum og fleiri aðilum sem hafa keppst við að friða stórlaxinn undanfarinn áratug. Viti menn, árangurinn lætur ekki á sér standa, sumarið 2010 var eins og í gamla daga, árnar fylltust af stórlaxi og ekki man ég eftir eins mörgum 20+ pundurum skráða til bóka. EN ... á vatnasvæði Hvítár og Ölfusár er stunduð sjálftaka á laxi í net frá öfáum netaveiðijörðum. Mér vitanlega hafa hvorki ströng tilmæli hvað þá heldur áskoranir verið sendar til netaveiðiréttarhafa til að hlífa stórlaxinum. Netaveiðar eru stundaðar allt sumarið án nokkurrar veiðistjórnunar um kvóta eða tilmæla um að leggja ekki net fyrri hluta sumars þegar stórlaxinn gengur um svæði netaveiðibænda á leið til sinna heimkynna í uppám Árnesýslu til að hrygna og auka kyn sitt. Á sama tíma og net liggja niðri um gjörvalla Ölfusá og Hvítá, þar sem laxinn er aflífaður eru stangveiðimenn af veikum mætti að reyna að bjarga því sem bjargað verður með því að sleppa helst öllum stangveiddum laxi og eru flestir tilbúnir til að leggja allt sitt af mörkum til þess. Staðreyndirnar tala sínu máli, þessi glórulausa sjálftaka á laxi er um 65 til 80 prósent af heildarveiði á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár. Örfáir netabændur taka til sín nánast allan lax á svæðinu á meðan 260 aðilar í Veiðifélagi Árnesinga mega horfa upp á nokkra laxa sleppa í gegnum netin til hrygningar í uppám Árnessýslu. Þar sem eru þó heimkynni laxins, hann bara kemst ekki á heimaslóðir sínar. Merkjaheimtur sanna að netin taka 65 til 80% af heildarveiðinni sem er óheyrilega ósanngjarnt og er algörlega fáheyrt á okkar tímum. Ég veit og geri mér grein fyrir að allar þessar netalagnir eru löglegar og netabændur eru í l fullum rétti EN ... hvurslags sanngirnismál er það að u.þ.b. 10% af Veiðifélagi Árnesinga geti tekið til sín bróðurpart af allri laxagöngu á þetta eitt víðfeðmasta laxasvæði Evrópu. Þetta verður að leiðrétta, netabændur verða að virða friðhelgi stórlaxins rétt eins og aðrir hagsmunaaðilar, þ.e. aðrir veiðiréttareigendur, stangveiðimenn og leigutakar. Það verður aðeins gert með því að seinka því að setja niður netin, stórlaxinn gengur að öllu jöfnu snemmsumars, fyrrihlutann í Júlí , þannig að við þessu væri hægt að bregðast með því að setja ekki netin niður fyrr en 20.júlí, en þá eru smálaxagöngur hafnar og mest af stórlaxinum er genginn. Þá væri einnig eðlilegt að setja kvóta á netin eins og aðrar veiðar í þessu landi. Það gengur ekki upp að eingöngu netaveiðar sem eru hvað aflamestar skuli látnar kvótalausar og afraksturinn af uppeldi ánna á jafn stóru vatnasvæði vera hirt upp af örfáum aðilum. Við lifum í breyttum heimi, þar sem er verið að vernda dýrastofna sem eru í hættu. Laxasjóðir eru af störfum um allan heim til að vernda laxinn, Ísland hefur alltaf haft þá ásjónu að hafa verið í forsvari um áratuga skeið og rekið stefnu um verndun Atlantshafs laxins. Stefna sem allur heimurinn hefur tekið eftir og haft okkur til fyrirmyndar um sína eigin framtíðarsýn. Á sama tima er risavaxin netaveiði stunduð á einu stærsta vatnasvæði Atlantshaflaxins í Evrópu, þar sem meginþorri laxagöngunnar er gjörsamlega þurrkuð út. Tekið skal fram að það er ekki verið að saka netaveiði bændur hér, þeir virðast vera i fullum rétti til að veiða eins mikið af laxi og þeir mögulega geta, það bara skortir veiðistjórnun á þessu svæði. Hvernig er hægt að réttlæta að mikill minnihluti veiðiréttarhafa taki til sín meirihluta gæðanna? Skv. því er minnihlutinn að hagnast á meirihlutanum án þess að leggja í eðlilegan tilkostnað á móti, sú sýn er óneitanlega nokkuð skökk. Þessum verðmætum þarf að skipta niður af eðlilegri sanngirni. Ég vona, þótt að það sé of seint fyrir þetta árið, að stjórnvöld (Veiðimálastofnun) leggi það nú sterklega til að netaveiðibændur muni ekki leggja niður net fyrr en stórlaxinn hefur farið fram hjá og að settir verði sanngjarnir kvótar á hverja jörð. Á móti sleppa stangveiðimenn stórlaxi, og mest af smálaxi líka, kannski að kvótinn sé heppilegur á stöngina 1 smálax á dag. Það er til mikils að vinna fyrir alla aðila og ég leita eftir viðbrögðum bæði viðkomandi veiðiréttarhafa sem og yfirvalda. Uppbygging laxastofna á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár getur ekki einungis verið á herðum veiðiréttarhafa í uppám Árnessýslu og stangveiðimanna, netaveiðimenn verða að koma sterkir inn og láta til sín taka um friðun stórlaxins á svæðinu með því til dæmis að seinka netalögnum og setja kvóta. Veiðimálastofnun hefur unnið svo frábært starf í gegnum tíðina, ég trúi ekki öðru en að sú stofnun geti látið til sín taka í risamáli sem þessu til verndunar stórlaxinum á Íslandi. Þetta mál virðist hafa verið afar viðkvæmt alla tíð og helst ekki mátt minnast á þessi mál án þess að einhverjum líði illa. Það er þó engin afsökun né heldur ástæða til þess að taka ekki á málinu. Á umræddu vatnasvæði eru mörghundruð veiðiréttarhafar og þeirra réttur hefur algerlega að því virðist verið fyrir borð borinn til hagsbóta fyrir örfá. Það er augljóst að slíkt er ekki viðunandi og því eðlilegt að kalla eftir leiðréttingu. Arni Baldursson Birt með góðfúslegu leyfi Lax-Á
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði