Stutta spilið að skila Ólafi Birni svona ofarlega Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2011 14:00 Ólafur Björn Loftsson og Björgvin Sigurbergsson. Mynd/Pjetur Ólafur Björn Loftsson þarf að treysta á stutta spilið hjá sér á PGA-mótinu í Greensboro í Norður-Karólínu. Þegar tölfræði fyrsta dagsins er skoðuð sést að það eru voru aðeins fjórir keppendur á mótinu sem slógu styttra að meðaltali en Ólafur á þessum fyrsta hring. Ólafur lék fyrsta daginn á tveimur höggum undir pari þrátt fyrir að fá skramba (tvö högg yfir pari) á fyrstu holu. Hann gerði engin mistök eftir það og spilaði síðustu 17 holurnar á fjórum höggum undir pari. Ólafur endaði daginn síðan í 41. sæti ásamt fleiri kylfingum. Ólafur Björn sló að meðaltali 250 metra í upphafshöggum sínum og er hann í 150. sæti af 155 keppendum þegar kemur að meðalhögglengd í upphafshöggum. Ólafur Björn er í 33. sæti yfir nákvæmni í upphafshöggum og í 36. sæti í að ná inn á flatir í réttum höggfjölda. Hann er síðan í 105. sæti yfir flest pútt á þessum fyrsta hring. Ólafur fer út í dag klukkan 17.50 að íslenskum tíma en hann er fimm höggum á eftir þeim Jeff Quinney og Tommy Gainey sem voru efstir og jafnir eftir fyrstu 18 holurnar. Golf Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafur Björn Loftsson þarf að treysta á stutta spilið hjá sér á PGA-mótinu í Greensboro í Norður-Karólínu. Þegar tölfræði fyrsta dagsins er skoðuð sést að það eru voru aðeins fjórir keppendur á mótinu sem slógu styttra að meðaltali en Ólafur á þessum fyrsta hring. Ólafur lék fyrsta daginn á tveimur höggum undir pari þrátt fyrir að fá skramba (tvö högg yfir pari) á fyrstu holu. Hann gerði engin mistök eftir það og spilaði síðustu 17 holurnar á fjórum höggum undir pari. Ólafur endaði daginn síðan í 41. sæti ásamt fleiri kylfingum. Ólafur Björn sló að meðaltali 250 metra í upphafshöggum sínum og er hann í 150. sæti af 155 keppendum þegar kemur að meðalhögglengd í upphafshöggum. Ólafur Björn er í 33. sæti yfir nákvæmni í upphafshöggum og í 36. sæti í að ná inn á flatir í réttum höggfjölda. Hann er síðan í 105. sæti yfir flest pútt á þessum fyrsta hring. Ólafur fer út í dag klukkan 17.50 að íslenskum tíma en hann er fimm höggum á eftir þeim Jeff Quinney og Tommy Gainey sem voru efstir og jafnir eftir fyrstu 18 holurnar.
Golf Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira