Það virðist ekkert geta stöðvað Stjörnustúlkur á þessu tímabili en þær unnu Þór/KA, 2-0, í Garðabænum í dag og náðu þar með tíu stiga forskoti á toppi deildarinnar.
Ashley Bares skoraði fyrsta mark leiksins þegar um klukkustund var liðin af leiknum. Allt benti til þess að aðeins eitt mark yrði skorað á teppinu í Garðabænum en þegar tvær mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma gulltryggði Hugrún Elvarsdóttir sigurinn með fínu marki og niðurstaðan því 2-0 sigur Stjörnustúlkna.
Stjarnan er í efsta sæti Pepsi-deildarinnar með 39 stig en Valskonur sitja í því öðru með 29 stig. Valur á aftur á móti einn leik til góða á Stjörnuna og mæta Aftureldingu á þriðjudaginn.
Upplýsingar um markaskorara fengnar frá fotbolti.net
Stjörnustúlkur komnar með tíu stiga forskot á toppnum
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið





Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum
Enski boltinn

„Fáránleg staða sem er komin upp“
Enski boltinn

Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi
Enski boltinn

Lehmann færir sig um set á Ítalíu
Fótbolti

„Einhver vildi losna við mig“
Fótbolti
