Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods er úr leik á PGA-meistaramótinu í golfi í Atlanta. Woods var samtals á tíu höggum yfir pari eftir tvo fyrstu hringina og var langt frá því að komast í gegnum niðurskurðinn.
Tiger spilaði hringinn í gær á 73 höggum eða fjórum yfir pari vallarins. Hringinn á fimmtudaginn spilaði hann á 75 höggum eða sex yfir. Samanlagt var hann því á 10 höggum yfir en spila þurfti á fjórum höggum yfir pari eða betur til þess að komast í gegnum niðurskurðinn.
Bandaríkjamennirnir Jason Dufner og Keegan Bradley eru með forystu á mótinu. Þeir fóru á kostum í gær og eru á fimm höggum undir pari. Ástralinn Adam Scott, með fyrrverandi kylfusvein Woods Steve Williams, er í ellefta sæti á einu höggi undir pari.
Keppni heldur áfram í dag.
Enn veldur Tiger Woods vonbrigðum
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið





„Ég sé Messi ekki missa af HM 2026“
Fótbolti




Gæti orðið dýrastur í sögu KR
Íslenski boltinn

Norsk handboltastjarna með krabbamein
Handbolti