Golf

Tiger í tómu tjóni á fyrsta degi á PGA-mótinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tiger Woods.
Tiger Woods. Mynd/Nordic Photos/Getty
Tiger Woods byrjaði skelfilega á PGA-meistaramótinu í golfi sem fram fer í Johns Creek í Georgíu-fylki í Bandaríkjunum. Woods lék fyrstu 18 holurnar á 77 höggum eða sjö höggum yfir pari og er hann eins og er í 100. sæti á mótinu.

Woods byrjaði daginn frábærlega með því að fá þrjá fugla á fyrstu fimm holunum en þá fór að síga á ógæfuhliðina. Woods tapaði fjórum höggum á næstu fjórum holum og endaði síðan á því að fá fimm skolla og tvo skramba á þrettán síðustu holunum á hringnum.

Woods hefur aðeins einu sinni byrjað verr á risamóti en hann lék fyrsta hring á 81 höggi á opna bandaríska mótinu árið 2002. Woods endaði það mót í 28. sæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×