Sækir sér í soðið í Elliðavatn Trausti Hafliðason skrifar 11. ágúst 2011 17:10 Elliðavatn er lítil veiðiperla innan borgarmarkanna. Þar veiðist töluvert af silungi á hverju ári sem og tugir laxa. Bleikjan á undir högg að sækja. Geir Thorsteinsson veiðimaður hefur stundað veiði í vatninu í 56 ár. Innan borgarmarkanna leynist veiðiperla sem margir vita af en tiltölulega fáir vita mikið um. Elliðavatn er sannkölluð paradís veiðimannsins og skiptir þá engu hvort viðkomandi er byrjandi eða þaulvanur fluguveiðimaður. Þar veiðist mest af urriða og töluvert af bleikju. Á hverju ári veiðast þar einnig tugir laxa sem hafa náð að fikra sig framhjá veiðimönnum í Elliðaánum og upp í vatnið. Töluverð umræða hefur verið um Elliðavatn undanfarin misseri. Sumir vilja meina að veiðin hafi dvínað mikið, aðrir að bleikjan sé að hverfa og svo eru þeir sem segja að urriðinn sé að verða stærri og Elliðavatn hægt og rólega að breytast í stórfiskavatn. Geir Thorsteinsson er einn þeirra sem hefur farið í Elliðavatn um árabil, reyndar aðeins lengur en það því hann veiddi fyrst í vatninu sex ára gamall með föður sínum. Geir er 62 ára í dag sem þýðir að hann hefur 56 ára veiðireynslu í vatninu. „Ef mig vantar í soðið þá fer ég í Elliðavatn,“ segir Geir. „Ég er ekki sammála því að veiðin hafi minnkað eitthvað í vatninu en ef svo er þá hefur fiskurinn stækkað og það er auðvitað miklu skemmtilegra að veiða stærri fisk á færi en smærri.“ Geir segist hafa farið svona fimm sinnum upp í Elliðavatn í sumar og alltaf fengið fisk. „Margir eru bara að eltast við bleikjuna en mér er alveg sama þó ég fái urriða enda afar skemmtilegt að kljást við þá. Ég er alls ekki að eltast við laxinn þó hann sé þarna. Ég hef reyndar veitt nokkra laxa í Elliðavatni en mér finnst eiginlega að menn eigi að láta hann vera og leyfa honum að fjölga sér fyrst hann er kominn alla leið þangað upp eftir.“Nobblerinn skæður í sefgresinu Geir segist eingöngu veiða á flugu. Einfaldlega af því honum þyki það skemmtilegra en að veiða á spún eða maðk. Hann segir vatnið upplagt fyrir þá sem séu að stíga sín fyrstu skref með fluguveiðistöngina enda vatnið oft verið kallað „háskóli fluguveiðimannsins“. Hann segist bæði nota púpur og straumflugur. Nobblerinn geti verið einkar skæður í sefgresi þar sem urriðinn sé að leita sér að hornsílum. En er einhver einhver veiðistaður í sérstöku uppáhaldi hjá Geir? „Já, ætli ég verði ekki að segja að Engjarnar séu í uppáhaldi. Ég veiði mikið þar enda getur maður kastað í allar áttir þegar maður er kominn út á þær, sem getur verið sérstaklega hentugt ef það er vindasamt.“ Geir hefur miðlað þó nokkuð af reynslu sinni í Elliðavatni og meðal annars gefið út bæklinginn „Elliðavatn: Perlan við bæjarmörkin.“ Hægt er að nálgast þennan bækling á rafrænu formi á netinu með því á slá nafnið inn í Google eða undir veiðistaðalýsingum á arvik.is. Þó Elliðavatn sé rúmir tveir ferkílómetrar að flatarmáli er það ekki djúpt. Meðaldýpið er um einn metri en dýpst er það um 2,30 metrar. Þegar Elliðaárnar voru stíflaðar á þriðja áratug síðustu aldar breyttist vatnið gríðarlega enda fór Elliðavatnsengi þá meðal annars undir vatn. Veiðileyfi í Elliðavatn eru seld á skrifstofu SVFR og á vefsíðu félagsins, svfr.is. Fyrir félagsmenn kostar dagurinn 960 krónur en 1.200 fyrir aðra. Börn yngri en 12 ára og ellilífeyrisþegar þurfa ekkert að borga, en þurfa að skrá sig á netinu og prenta út veiðileyfin eins og aðrir. Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði
Elliðavatn er lítil veiðiperla innan borgarmarkanna. Þar veiðist töluvert af silungi á hverju ári sem og tugir laxa. Bleikjan á undir högg að sækja. Geir Thorsteinsson veiðimaður hefur stundað veiði í vatninu í 56 ár. Innan borgarmarkanna leynist veiðiperla sem margir vita af en tiltölulega fáir vita mikið um. Elliðavatn er sannkölluð paradís veiðimannsins og skiptir þá engu hvort viðkomandi er byrjandi eða þaulvanur fluguveiðimaður. Þar veiðist mest af urriða og töluvert af bleikju. Á hverju ári veiðast þar einnig tugir laxa sem hafa náð að fikra sig framhjá veiðimönnum í Elliðaánum og upp í vatnið. Töluverð umræða hefur verið um Elliðavatn undanfarin misseri. Sumir vilja meina að veiðin hafi dvínað mikið, aðrir að bleikjan sé að hverfa og svo eru þeir sem segja að urriðinn sé að verða stærri og Elliðavatn hægt og rólega að breytast í stórfiskavatn. Geir Thorsteinsson er einn þeirra sem hefur farið í Elliðavatn um árabil, reyndar aðeins lengur en það því hann veiddi fyrst í vatninu sex ára gamall með föður sínum. Geir er 62 ára í dag sem þýðir að hann hefur 56 ára veiðireynslu í vatninu. „Ef mig vantar í soðið þá fer ég í Elliðavatn,“ segir Geir. „Ég er ekki sammála því að veiðin hafi minnkað eitthvað í vatninu en ef svo er þá hefur fiskurinn stækkað og það er auðvitað miklu skemmtilegra að veiða stærri fisk á færi en smærri.“ Geir segist hafa farið svona fimm sinnum upp í Elliðavatn í sumar og alltaf fengið fisk. „Margir eru bara að eltast við bleikjuna en mér er alveg sama þó ég fái urriða enda afar skemmtilegt að kljást við þá. Ég er alls ekki að eltast við laxinn þó hann sé þarna. Ég hef reyndar veitt nokkra laxa í Elliðavatni en mér finnst eiginlega að menn eigi að láta hann vera og leyfa honum að fjölga sér fyrst hann er kominn alla leið þangað upp eftir.“Nobblerinn skæður í sefgresinu Geir segist eingöngu veiða á flugu. Einfaldlega af því honum þyki það skemmtilegra en að veiða á spún eða maðk. Hann segir vatnið upplagt fyrir þá sem séu að stíga sín fyrstu skref með fluguveiðistöngina enda vatnið oft verið kallað „háskóli fluguveiðimannsins“. Hann segist bæði nota púpur og straumflugur. Nobblerinn geti verið einkar skæður í sefgresi þar sem urriðinn sé að leita sér að hornsílum. En er einhver einhver veiðistaður í sérstöku uppáhaldi hjá Geir? „Já, ætli ég verði ekki að segja að Engjarnar séu í uppáhaldi. Ég veiði mikið þar enda getur maður kastað í allar áttir þegar maður er kominn út á þær, sem getur verið sérstaklega hentugt ef það er vindasamt.“ Geir hefur miðlað þó nokkuð af reynslu sinni í Elliðavatni og meðal annars gefið út bæklinginn „Elliðavatn: Perlan við bæjarmörkin.“ Hægt er að nálgast þennan bækling á rafrænu formi á netinu með því á slá nafnið inn í Google eða undir veiðistaðalýsingum á arvik.is. Þó Elliðavatn sé rúmir tveir ferkílómetrar að flatarmáli er það ekki djúpt. Meðaldýpið er um einn metri en dýpst er það um 2,30 metrar. Þegar Elliðaárnar voru stíflaðar á þriðja áratug síðustu aldar breyttist vatnið gríðarlega enda fór Elliðavatnsengi þá meðal annars undir vatn. Veiðileyfi í Elliðavatn eru seld á skrifstofu SVFR og á vefsíðu félagsins, svfr.is. Fyrir félagsmenn kostar dagurinn 960 krónur en 1.200 fyrir aðra. Börn yngri en 12 ára og ellilífeyrisþegar þurfa ekkert að borga, en þurfa að skrá sig á netinu og prenta út veiðileyfin eins og aðrir.
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði