Máttum alveg ræða við Elísabetu líkt og þeir ræddu við Stellu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. ágúst 2011 22:00 Elísabet Gunnarsdóttir gekk í raðir Fram fyrir skemmstu. Mynd/Fram.is Ólafur Arnarsson, formaður handknattleiksdeildar Fram, segir félagið hafa verið í fullum rétti að ræða við Elísabetu Gunnarsdóttur fyrrum línumann Stjörnunnar. Stjarnan geti því ekki átt neitt sökótt við Framara. Líkt og greint var frá á Vísi í gær hefur kvennalið Stjörnunnar verið dregið úr keppni í efstu deild kvenna á komandi tímabili. Í yfirlýsingu frá Stjörnunni í gær kom meðal annars fram óánægja með íslensk félög í samskiptum við leikmenn Garðbæinga. „Við fögnum því í sjálfu sér, að önnur félög horfi til leikmanna Stjörnunnar þegar nauðsyn er á styrkingu viðkomandi liða, en ítrekum óánægju okkar með að sum félög skuli ekki virða lög og reglur HSÍ um samningsbundna leikmenn, sagði í yfirlýsingu frá Stjörnunni," segir í yfirlýsingunni. Elísabet Gunnarsdóttir, sem er uppalinn hjá Stjörnunni og hefur leikið með liðinu undanfarin ár, gekk nýverið til liðs við Fram. „Ég var í nákvæmlega sama rétti að ræða við Elísabetu og þeir voru að ræða við hana Stellu hjá mér. Félögin voru í nákvæmlega sama rétti," segir Ólafur Arnarsson formaður handknattleiksdeildar Fram. Báðir leikmenn hafi verið samningslausir. Ólafur segir Garðbæinga hafa rætt við Stellu Sigurðardóttur og verið í fullum rétti til þess. Stella samdi við Framara á nýjan leik fyrir skemmstu. „Þeir voru að tala við hana. Ég hef ekki lagt það í vana minn að ræða við samningsbundna leikmenn. Stjarnan bað um frið í karlaboltanum í fyrra og það var virt," segir Ólafur. Úr þeim orðum má lesa að Stjarnan hafi sýnt leikmönnum karlaliðs félagsins áhuga á síðasta tímabili. Ólafur segir vel mega vera að Elísabet hafi verið með munnlegt samkomulag við Stjörnuna. Það hafi hann þó ekki hugmynd um. „Það má vel vera að það hafi verið búið að gera munnlegt samkomulag við Elísabetu en það heldur ekki neinu. Mér er alveg frjálst að ræða við leikmenn þó það sé eitthvað munnlegt," segir Ólafur. Ólafur vísaði blaðamanni á heimasíðu HSÍ þar sem sjá mætti nákvæmlega hvaða leikmenn væru samningsbundnir félögum sínum og hverjir ekki. Ásmundur Jónsson, formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Stjörnunni, neitaði í samtali við Vísi í dag að staðfesta hvaða félög Stjarnan væri ósátt við. Reglur HSÍ hefðu verið brottnar og félögin ættu að taka það til sín sem vissu upp á sig sökina. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Hanna Guðrún: Trúi þessu varla Landsliðskonan Hanna Guðrún Stefánsdóttir segist varla trúa því að Stjarnan verði ekki með á næsta tímabili. Hún heyrði tíðindin á æfingu síðdegis í dag. 24. ágúst 2011 22:50 Stjarnan dregur kvennalið sitt í handknattleik úr keppni Stjarnan hefur dregið kvennalið sitt í efstu deild í handknattleik úr keppni á komandi tímabili. Handknattleiksdeild félagsins sendi frá sér fréttatilkynningu þess efnis í kvöld. 24. ágúst 2011 20:33 Stjarnan rændi heilu handboltaliði frá okkur á einni nóttu Formaður handknattleiksráðs ÍBV, Magnús Bragason, segir útilokað að óánægja Stjörnunnar í garð annarra íslenskra félaga eigi við um ÍBV. 25. ágúst 2011 15:57 HSÍ harmar brotthvarf kvennaliðs Stjörnunnar Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, segir það slæmt að Stjarnan hafi ákveðið að draga kvennalið sitt í handknattleik úr keppni í N1-deild kvenna í vetur. Þetta var tilkynnt formlega í gær. 25. ágúst 2011 12:09 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Sjá meira
Ólafur Arnarsson, formaður handknattleiksdeildar Fram, segir félagið hafa verið í fullum rétti að ræða við Elísabetu Gunnarsdóttur fyrrum línumann Stjörnunnar. Stjarnan geti því ekki átt neitt sökótt við Framara. Líkt og greint var frá á Vísi í gær hefur kvennalið Stjörnunnar verið dregið úr keppni í efstu deild kvenna á komandi tímabili. Í yfirlýsingu frá Stjörnunni í gær kom meðal annars fram óánægja með íslensk félög í samskiptum við leikmenn Garðbæinga. „Við fögnum því í sjálfu sér, að önnur félög horfi til leikmanna Stjörnunnar þegar nauðsyn er á styrkingu viðkomandi liða, en ítrekum óánægju okkar með að sum félög skuli ekki virða lög og reglur HSÍ um samningsbundna leikmenn, sagði í yfirlýsingu frá Stjörnunni," segir í yfirlýsingunni. Elísabet Gunnarsdóttir, sem er uppalinn hjá Stjörnunni og hefur leikið með liðinu undanfarin ár, gekk nýverið til liðs við Fram. „Ég var í nákvæmlega sama rétti að ræða við Elísabetu og þeir voru að ræða við hana Stellu hjá mér. Félögin voru í nákvæmlega sama rétti," segir Ólafur Arnarsson formaður handknattleiksdeildar Fram. Báðir leikmenn hafi verið samningslausir. Ólafur segir Garðbæinga hafa rætt við Stellu Sigurðardóttur og verið í fullum rétti til þess. Stella samdi við Framara á nýjan leik fyrir skemmstu. „Þeir voru að tala við hana. Ég hef ekki lagt það í vana minn að ræða við samningsbundna leikmenn. Stjarnan bað um frið í karlaboltanum í fyrra og það var virt," segir Ólafur. Úr þeim orðum má lesa að Stjarnan hafi sýnt leikmönnum karlaliðs félagsins áhuga á síðasta tímabili. Ólafur segir vel mega vera að Elísabet hafi verið með munnlegt samkomulag við Stjörnuna. Það hafi hann þó ekki hugmynd um. „Það má vel vera að það hafi verið búið að gera munnlegt samkomulag við Elísabetu en það heldur ekki neinu. Mér er alveg frjálst að ræða við leikmenn þó það sé eitthvað munnlegt," segir Ólafur. Ólafur vísaði blaðamanni á heimasíðu HSÍ þar sem sjá mætti nákvæmlega hvaða leikmenn væru samningsbundnir félögum sínum og hverjir ekki. Ásmundur Jónsson, formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Stjörnunni, neitaði í samtali við Vísi í dag að staðfesta hvaða félög Stjarnan væri ósátt við. Reglur HSÍ hefðu verið brottnar og félögin ættu að taka það til sín sem vissu upp á sig sökina.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Hanna Guðrún: Trúi þessu varla Landsliðskonan Hanna Guðrún Stefánsdóttir segist varla trúa því að Stjarnan verði ekki með á næsta tímabili. Hún heyrði tíðindin á æfingu síðdegis í dag. 24. ágúst 2011 22:50 Stjarnan dregur kvennalið sitt í handknattleik úr keppni Stjarnan hefur dregið kvennalið sitt í efstu deild í handknattleik úr keppni á komandi tímabili. Handknattleiksdeild félagsins sendi frá sér fréttatilkynningu þess efnis í kvöld. 24. ágúst 2011 20:33 Stjarnan rændi heilu handboltaliði frá okkur á einni nóttu Formaður handknattleiksráðs ÍBV, Magnús Bragason, segir útilokað að óánægja Stjörnunnar í garð annarra íslenskra félaga eigi við um ÍBV. 25. ágúst 2011 15:57 HSÍ harmar brotthvarf kvennaliðs Stjörnunnar Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, segir það slæmt að Stjarnan hafi ákveðið að draga kvennalið sitt í handknattleik úr keppni í N1-deild kvenna í vetur. Þetta var tilkynnt formlega í gær. 25. ágúst 2011 12:09 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Sjá meira
Hanna Guðrún: Trúi þessu varla Landsliðskonan Hanna Guðrún Stefánsdóttir segist varla trúa því að Stjarnan verði ekki með á næsta tímabili. Hún heyrði tíðindin á æfingu síðdegis í dag. 24. ágúst 2011 22:50
Stjarnan dregur kvennalið sitt í handknattleik úr keppni Stjarnan hefur dregið kvennalið sitt í efstu deild í handknattleik úr keppni á komandi tímabili. Handknattleiksdeild félagsins sendi frá sér fréttatilkynningu þess efnis í kvöld. 24. ágúst 2011 20:33
Stjarnan rændi heilu handboltaliði frá okkur á einni nóttu Formaður handknattleiksráðs ÍBV, Magnús Bragason, segir útilokað að óánægja Stjörnunnar í garð annarra íslenskra félaga eigi við um ÍBV. 25. ágúst 2011 15:57
HSÍ harmar brotthvarf kvennaliðs Stjörnunnar Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, segir það slæmt að Stjarnan hafi ákveðið að draga kvennalið sitt í handknattleik úr keppni í N1-deild kvenna í vetur. Þetta var tilkynnt formlega í gær. 25. ágúst 2011 12:09