Stórlax á silungagræjur í Norðurá II Karl Lúðvíksson skrifar 25. ágúst 2011 10:35 Hér er frétt sem er að finna á vefnum hjá SVFR. Skemmtileg veiðisaga hér á ferð: Við fengum póst frá Kristjáni Guðmundssyni sem fór sína árlegu veiðiferð í Norðurá II síðastliðna helgi. Lítið vatn og sól gerðu það að verkum að nota þurfti léttan búnað."Fór á fjallið í Norðurá um helgina og lauk veiðum á hádegi á mánudag. Við vorum í erfiðum aðstæðum fyrsta eina og hálfa daginn, þurrki, sól og heiðskíru með ána hratt minnkandi. Á sunnudagskvöldið dró fyrir sólu og nokkrir rigningardropar gerðu vart við sig. Fram að því höfðum við landað þremur fiskum og misst nokkra sökum þess að tökur voru frekar grannar. Búnaðurinn sem við vorum að nota var mjög “nettur“, því maður hafði á tilfinningunni að “venjulegur“ búnaður, þ.e. línuþyngdir 7 – 8 væru að valda full miklum skarkala í/á ánni. Sem dæmi um hversu fiskurinn var styggur þá var ég að veiða í Olnboga á laugardeginum, var með fjarkann minn og flugu nr. 16 undir. Þegar flugan barst að hefðbundnum legustað fiskanna þá sá ég hvar þeir tóku á sprett í burtu. Svona var ástandið líka í öðrum stöðum, fiskurinn virtist mjög taugaóstyrkur, enda vatnið lítið og birtan mikil. Aðfaranótt mánudags og mánudagsmorguninn gerði ágætis rigningu, áin tók kipp í vatni og er við hófum veiðar kl. 7.30 var greinilegt að fiskurinn hafði fært sig á milli staða og líf hafði færst í ána. 5 fiskar fengust á stangirnar 3 þennan morgun og þar af gerði frúin (Sigurveig Runólfsdóttir) stormandi lukku. Kl. 11.30 um morguninn setti hún út míkró keilu, rauðan Frances nr. 16, grýtti út í Þvottahyl og setti í lax. Við hann togaðist hún á í einar 65 mínútur......jaaaááá 65 mínútur og að lokum gafst laxinn upp. Það var hængur.... hvað annað, 92 cm að lengd og eins og áður var sagt frá þá tók hann rauðan Frances, míkró keilu á krók nr.16, taumurinn var 8 pund og flugustöngin..... já prikið var ekki af stærri gerðinni!!!!! Loop, Greyline, 9 fet fyrir línu #4. Á þessum 65 mínútum hamaðist fiskurinn, stökk og allt þar á milli og lengi þumbaðist hann við úti í miðjum streng. Að lokum ....1 klst. og 5 mínútum síðar var drekanum landað við mikinn fögnuð áhorfenda, sem að hafði drifið á meðan á bardaganum stóð. Tveir þeirra höfðu hringt í áhorfanda á staðnum er 15 - 20 mínútur voru liðnar af bardaganum, voru þeir þá staddir í Miðfirði á suður leið og komu þeir rétt nægjanlega snemma á staðinn til að sjá laxinum landað, þá búnir að keyra alla þessa vegalengd. Þess má að lokum geta að frúin landaði einum fisk til í ferðinni, 75 cm hrygnu úr Efri Ferjuhyl og var henni, líkt og stóra fisknum úr Þvottahyl, sleppt að lokinni viðureign. Annars er þetta þriðja árið í röð sem við förum á fjallið á þessum tíma og í öll skiptin hefur frúin verið að setja í þessa stóru fiska. Hún náði einum 86 cm í Svörtuklöpp fyrsta árið, í fyrra missti hún fisk í þessum klassa í Olnboga og nú kom þessi 92 cm" Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Kaldakvísl farin að gefa vænar bleikjur Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði
Hér er frétt sem er að finna á vefnum hjá SVFR. Skemmtileg veiðisaga hér á ferð: Við fengum póst frá Kristjáni Guðmundssyni sem fór sína árlegu veiðiferð í Norðurá II síðastliðna helgi. Lítið vatn og sól gerðu það að verkum að nota þurfti léttan búnað."Fór á fjallið í Norðurá um helgina og lauk veiðum á hádegi á mánudag. Við vorum í erfiðum aðstæðum fyrsta eina og hálfa daginn, þurrki, sól og heiðskíru með ána hratt minnkandi. Á sunnudagskvöldið dró fyrir sólu og nokkrir rigningardropar gerðu vart við sig. Fram að því höfðum við landað þremur fiskum og misst nokkra sökum þess að tökur voru frekar grannar. Búnaðurinn sem við vorum að nota var mjög “nettur“, því maður hafði á tilfinningunni að “venjulegur“ búnaður, þ.e. línuþyngdir 7 – 8 væru að valda full miklum skarkala í/á ánni. Sem dæmi um hversu fiskurinn var styggur þá var ég að veiða í Olnboga á laugardeginum, var með fjarkann minn og flugu nr. 16 undir. Þegar flugan barst að hefðbundnum legustað fiskanna þá sá ég hvar þeir tóku á sprett í burtu. Svona var ástandið líka í öðrum stöðum, fiskurinn virtist mjög taugaóstyrkur, enda vatnið lítið og birtan mikil. Aðfaranótt mánudags og mánudagsmorguninn gerði ágætis rigningu, áin tók kipp í vatni og er við hófum veiðar kl. 7.30 var greinilegt að fiskurinn hafði fært sig á milli staða og líf hafði færst í ána. 5 fiskar fengust á stangirnar 3 þennan morgun og þar af gerði frúin (Sigurveig Runólfsdóttir) stormandi lukku. Kl. 11.30 um morguninn setti hún út míkró keilu, rauðan Frances nr. 16, grýtti út í Þvottahyl og setti í lax. Við hann togaðist hún á í einar 65 mínútur......jaaaááá 65 mínútur og að lokum gafst laxinn upp. Það var hængur.... hvað annað, 92 cm að lengd og eins og áður var sagt frá þá tók hann rauðan Frances, míkró keilu á krók nr.16, taumurinn var 8 pund og flugustöngin..... já prikið var ekki af stærri gerðinni!!!!! Loop, Greyline, 9 fet fyrir línu #4. Á þessum 65 mínútum hamaðist fiskurinn, stökk og allt þar á milli og lengi þumbaðist hann við úti í miðjum streng. Að lokum ....1 klst. og 5 mínútum síðar var drekanum landað við mikinn fögnuð áhorfenda, sem að hafði drifið á meðan á bardaganum stóð. Tveir þeirra höfðu hringt í áhorfanda á staðnum er 15 - 20 mínútur voru liðnar af bardaganum, voru þeir þá staddir í Miðfirði á suður leið og komu þeir rétt nægjanlega snemma á staðinn til að sjá laxinum landað, þá búnir að keyra alla þessa vegalengd. Þess má að lokum geta að frúin landaði einum fisk til í ferðinni, 75 cm hrygnu úr Efri Ferjuhyl og var henni, líkt og stóra fisknum úr Þvottahyl, sleppt að lokinni viðureign. Annars er þetta þriðja árið í röð sem við förum á fjallið á þessum tíma og í öll skiptin hefur frúin verið að setja í þessa stóru fiska. Hún náði einum 86 cm í Svörtuklöpp fyrsta árið, í fyrra missti hún fisk í þessum klassa í Olnboga og nú kom þessi 92 cm" Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Kaldakvísl farin að gefa vænar bleikjur Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði