Stjarnan dregur kvennalið sitt í handknattleik úr keppni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. ágúst 2011 20:33 Hanna Guðrún er ein þeirra sem þarf að leita sér að nýju félagi. Stjarnan hefur dregið kvennalið sitt í efstu deild í handknattleik úr keppni á komandi tímabili. Handknattleiksdeild félagsins sendi frá sér fréttatilkynningu þess efnis í kvöld. Í tilkynningunni er farið yfir ástæður þess að ákvörðun sé tekin. Lögð er áhersla á að ákvörðunin sé ekki tekin í skyndi og því síður af léttum hug. Kvennalið Stjörnunnar hefur verið í fremstu röð undanfarna áratugi. Ljóst er að núverandi leikmenn liðsins þurfa að leita sér að nýjum liðum. Þar á meðal eru landsliðskonurnar Hanna Guðrún Stefánsdóttir og Sólveig Lára Kjærnested. Tilkynningin frá StjörnunniGarðabæ, 24. ágúst 2011FréttatilkynningHandknattleiksdeild Stjörnunnar í Garðabæ hefur að vel yfirlögðu ráði tekið ákvörðun um að draga lið meistaraflokks kvenna úr keppni í N1-deild kvenna á komandi keppnistímabili, 2011 – 2012.Lið meistaraflokks kvenna hjá Stjörnunni hefur verið í fremstu röð kvennaliða á Íslandi mörg undanfarin ár og unnið til fleiri titla á þessari öld en nokkurt annað kvennalið í handknattleik á Íslandi. Að auki má fullyrða að liðið hefur verið flaggskip Stjörnunnar í keppni liða á afreksstigi, óháð keppnisgreinum og fært félaginu fleiri titla en nokkurt annað lið á vegum félagsins. Því ætti að vera augljóst að ákvörðun sem þessi er ekki tekin í skyndi, né heldur með léttum huga.Nokkrar ástæður liggja að baki ákvörðuninni, bæði utanaðkomandi og innan félags. Öllum er ljóst að rekstur íþróttaliða á afreksstigi hefur verið afar þungur á undanförnum árum og erfitt að standa undir kostnaði við rekstur margra liða innan eins félags á afreksstigi. Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur þar ekki verið undanskilin og deildinni reynst afar erfitt að afla þeirra fjármuna sem nauðsynlegir eru í slíkum rekstri, sem og stuðnings við það starf sem unnið hefur verið innan deildarinnar til að viðhalda afreksstarfi. Kvennalið Stjörnunnar varð einfaldlega undir í þeim slag, þrátt fyrir frábæran árangur undanfarinna ára.Nú er svo komið að þeir aðilar sem borið hafa hita og þunga af þessu starfi eru þess ekki megnugir að halda því áfram án frekari stuðnings. Markmið sem sett voru fyrir komandi keppnistímabil og virtust innan seilingar í sumar munu ekki ganga eftir, m.a. vegna hræringa á leikmannamarkaði, þar sem lög og reglur HSÍ um samskipti félaga við leikmenn eru í sumum tilfellum virt að vettugi. Stjórnendur Stjörnunnar taka ekki þátt í slíkum vinnubrögðum, né hafa yfir því fjármagni að ráða sem önnur félög virðast hafa og því varð félagið ósköp einfaldlega undir á mjög viðkvæmum leikmannamarkaði kvennahandboltans.Við fögnum því í sjálfu sér, að önnur félög horfi til leikmanna Stjörnunnar þegar nauðsyn er á styrkingu viðkomandi liða, en ítrekum óánægju okkar með að sum félög skuli ekki virða lög og reglur HSÍ um samningsbundna leikmenn.Framundan eru stór verkefni í íslenskum kvennahandknattleik. Landsliðið hefur í fyrsta sinn unnið sér keppnisrétt í úrslitum heimsmeistaramóts og spilar í Brasilíu í desember n.k. Allir metnaðarfullir leikmenn vilja að sjálfsögðu vinna sér sæti í landsliðinu og til þess þarf félag viðkomandi leikmanns að bjóða upp á bestu fáanlegu umgjörð þannig að leikmaðurinn taki framförum og eigi kost á að ná markmiðum sínum. Það getur Stjarnan ekki gert við núverandi aðstæður.Við óskum öllum leikmönnum sem hafa keppt á vegum Stjörnunnar undanfarin ár alls hins besta á nýjum vígstöðum. Jafnframt óskum við kvennahandboltanum á Íslandi góðs gengis og hörmum að þurfa að taka þessa ákvörðun – en hjá henni verður því miður ekki komist.Með handknattleikskveðju,Stjórn Hkd. Stjörnunnar Olís-deild kvenna Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Stjarnan hefur dregið kvennalið sitt í efstu deild í handknattleik úr keppni á komandi tímabili. Handknattleiksdeild félagsins sendi frá sér fréttatilkynningu þess efnis í kvöld. Í tilkynningunni er farið yfir ástæður þess að ákvörðun sé tekin. Lögð er áhersla á að ákvörðunin sé ekki tekin í skyndi og því síður af léttum hug. Kvennalið Stjörnunnar hefur verið í fremstu röð undanfarna áratugi. Ljóst er að núverandi leikmenn liðsins þurfa að leita sér að nýjum liðum. Þar á meðal eru landsliðskonurnar Hanna Guðrún Stefánsdóttir og Sólveig Lára Kjærnested. Tilkynningin frá StjörnunniGarðabæ, 24. ágúst 2011FréttatilkynningHandknattleiksdeild Stjörnunnar í Garðabæ hefur að vel yfirlögðu ráði tekið ákvörðun um að draga lið meistaraflokks kvenna úr keppni í N1-deild kvenna á komandi keppnistímabili, 2011 – 2012.Lið meistaraflokks kvenna hjá Stjörnunni hefur verið í fremstu röð kvennaliða á Íslandi mörg undanfarin ár og unnið til fleiri titla á þessari öld en nokkurt annað kvennalið í handknattleik á Íslandi. Að auki má fullyrða að liðið hefur verið flaggskip Stjörnunnar í keppni liða á afreksstigi, óháð keppnisgreinum og fært félaginu fleiri titla en nokkurt annað lið á vegum félagsins. Því ætti að vera augljóst að ákvörðun sem þessi er ekki tekin í skyndi, né heldur með léttum huga.Nokkrar ástæður liggja að baki ákvörðuninni, bæði utanaðkomandi og innan félags. Öllum er ljóst að rekstur íþróttaliða á afreksstigi hefur verið afar þungur á undanförnum árum og erfitt að standa undir kostnaði við rekstur margra liða innan eins félags á afreksstigi. Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur þar ekki verið undanskilin og deildinni reynst afar erfitt að afla þeirra fjármuna sem nauðsynlegir eru í slíkum rekstri, sem og stuðnings við það starf sem unnið hefur verið innan deildarinnar til að viðhalda afreksstarfi. Kvennalið Stjörnunnar varð einfaldlega undir í þeim slag, þrátt fyrir frábæran árangur undanfarinna ára.Nú er svo komið að þeir aðilar sem borið hafa hita og þunga af þessu starfi eru þess ekki megnugir að halda því áfram án frekari stuðnings. Markmið sem sett voru fyrir komandi keppnistímabil og virtust innan seilingar í sumar munu ekki ganga eftir, m.a. vegna hræringa á leikmannamarkaði, þar sem lög og reglur HSÍ um samskipti félaga við leikmenn eru í sumum tilfellum virt að vettugi. Stjórnendur Stjörnunnar taka ekki þátt í slíkum vinnubrögðum, né hafa yfir því fjármagni að ráða sem önnur félög virðast hafa og því varð félagið ósköp einfaldlega undir á mjög viðkvæmum leikmannamarkaði kvennahandboltans.Við fögnum því í sjálfu sér, að önnur félög horfi til leikmanna Stjörnunnar þegar nauðsyn er á styrkingu viðkomandi liða, en ítrekum óánægju okkar með að sum félög skuli ekki virða lög og reglur HSÍ um samningsbundna leikmenn.Framundan eru stór verkefni í íslenskum kvennahandknattleik. Landsliðið hefur í fyrsta sinn unnið sér keppnisrétt í úrslitum heimsmeistaramóts og spilar í Brasilíu í desember n.k. Allir metnaðarfullir leikmenn vilja að sjálfsögðu vinna sér sæti í landsliðinu og til þess þarf félag viðkomandi leikmanns að bjóða upp á bestu fáanlegu umgjörð þannig að leikmaðurinn taki framförum og eigi kost á að ná markmiðum sínum. Það getur Stjarnan ekki gert við núverandi aðstæður.Við óskum öllum leikmönnum sem hafa keppt á vegum Stjörnunnar undanfarin ár alls hins besta á nýjum vígstöðum. Jafnframt óskum við kvennahandboltanum á Íslandi góðs gengis og hörmum að þurfa að taka þessa ákvörðun – en hjá henni verður því miður ekki komist.Með handknattleikskveðju,Stjórn Hkd. Stjörnunnar
Olís-deild kvenna Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira