Síðasta holl með 234 laxa í Langá Karl Lúðvíksson skrifar 24. ágúst 2011 15:38 Það eru gífurlega fallegir veiðistaðir á fjallinu í Langá Mynd af www.svfr.is Holl sem var að ljúka veiðum í Langá landaði 234 löxum á 4 dögum. Þetta var fyrsta holl í maðki eins og oft er kallað, og greinilegt að það hefur verið veisla á bökkum Langár. Laxinn er vel dreifður um ánna og voru menn að taka laxa alveg frá Strengjum á neðsta svæðinu og upp í Ármót sem er efsti staður. Á þessum tíma, sé áin í sæmilegu vatni, eru öll svæði inni og oft alveg ótrúlega mikið af laxi sem safnast í suma hyljina. Mikið af fiski er í ánni en hún er aðeins farin að sjatna í þurrkunum upp á síðkastið. Það er þó rigning í kortunum svo að það eru frábærir dagar framundan í ánni. Veiðin í Langá í fyrra var 2235 laxar og það er auðséð miðað við laxamagnið í ánni að áin á eftir að fara yfir þá tölu því það er ennþá tæpur mánuður eftir af veiðitímanum og það er ennþá að veiðast lúsugur lax í ánni. Þess má geta að það er aðeins ein stöng laus í vefsölunni hjá SVFR núna í lok ágúst svo er áin uppseld til 20. september. Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði
Holl sem var að ljúka veiðum í Langá landaði 234 löxum á 4 dögum. Þetta var fyrsta holl í maðki eins og oft er kallað, og greinilegt að það hefur verið veisla á bökkum Langár. Laxinn er vel dreifður um ánna og voru menn að taka laxa alveg frá Strengjum á neðsta svæðinu og upp í Ármót sem er efsti staður. Á þessum tíma, sé áin í sæmilegu vatni, eru öll svæði inni og oft alveg ótrúlega mikið af laxi sem safnast í suma hyljina. Mikið af fiski er í ánni en hún er aðeins farin að sjatna í þurrkunum upp á síðkastið. Það er þó rigning í kortunum svo að það eru frábærir dagar framundan í ánni. Veiðin í Langá í fyrra var 2235 laxar og það er auðséð miðað við laxamagnið í ánni að áin á eftir að fara yfir þá tölu því það er ennþá tæpur mánuður eftir af veiðitímanum og það er ennþá að veiðast lúsugur lax í ánni. Þess má geta að það er aðeins ein stöng laus í vefsölunni hjá SVFR núna í lok ágúst svo er áin uppseld til 20. september.
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði