Stóra Laxá að vakna Karl Lúðvíksson skrifar 24. ágúst 2011 13:25 Horft upp á svæði III í Stóru laxá Mynd af www.angling.is Veiðmenn sem voru við veiðar á svæðum 1 og 2 í Stóru Laxá eftir hádegi í gær lönduðu 9 löxum á einni vakt. Eins heyrðum við í veiðimanni sem var á svæði 3 í morgun og náði 2 löxum á rúmum klukkutíma. Svo virðist sem efri hluti vatnasvæðis Hvítár/Ölfusár sé nú loks komið í gang eftir rólegt sumar. Annars vita þeir sem það þekkja að besti tíminn í Stóru Laxá er framundan. Um leið og fyrstu haustrigningarnar bresta á er eins og áin skipti um ham. Þeir sem hafa átt daga í henni þegar þetta gerist gleyma því aldrei. Dæmi eru um að menn hafi sett í 30-40 laxa á dag þegar best gengur. En stóra spurningin er bara, hvenær þetta gerist næst? Stangveiði Mest lesið Vatnsdalsá opnaði í morgun Veiði Veiði í einni lengstu á landsins að hefjast Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði
Veiðmenn sem voru við veiðar á svæðum 1 og 2 í Stóru Laxá eftir hádegi í gær lönduðu 9 löxum á einni vakt. Eins heyrðum við í veiðimanni sem var á svæði 3 í morgun og náði 2 löxum á rúmum klukkutíma. Svo virðist sem efri hluti vatnasvæðis Hvítár/Ölfusár sé nú loks komið í gang eftir rólegt sumar. Annars vita þeir sem það þekkja að besti tíminn í Stóru Laxá er framundan. Um leið og fyrstu haustrigningarnar bresta á er eins og áin skipti um ham. Þeir sem hafa átt daga í henni þegar þetta gerist gleyma því aldrei. Dæmi eru um að menn hafi sett í 30-40 laxa á dag þegar best gengur. En stóra spurningin er bara, hvenær þetta gerist næst?
Stangveiði Mest lesið Vatnsdalsá opnaði í morgun Veiði Veiði í einni lengstu á landsins að hefjast Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði