Montgomerie dreymir um sæti í Ryder-liði Evrópu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. ágúst 2011 20:30 Montgomerie, sem er orðinn 48 ára, hefur lent í öðru sæti á þremur af fjórum stórmótunum í golfi. Nordic Photos/AFP Skoska kylfinginn Colin Montgomerie dreymir um að spila eitt skipti enn fyrir hönd Evrópu í Ryder-bikarnum. Sex ár eru síðan Montgomerie spilaði síðast fyrir Evrópu en hann á að baki átta keppnir fyrir hönd álfu sinnar. Þá var hann fyrirliði Ryder-liðsins í fyrra. Evrópa sigraði Bandaríkin á Celtic Manor vellinum í Wales á síðasta ári. Sem fyrirliði hafði Montgomerie umsjón með valinu á liði Evrópu og röðun leikmanna í einvígin gegn Bandaríkjunum. Nú vill Montgomerie fá að spila á nýjan leik. „Það væri frábært að fá að spila einu sinni í viðbót en ég verð að spila stórkostlega allt árið til þess að eiga möguleika," segir Montgomerie. Fyrirliði Evrópu er Spánverjinn Jose Maria Olazabal sem segir undir leikmönnum komið hvort þeir komist í liðið eða ekki. „Þetta er rétt að byrja. Undankeppnin byrjar í þessari viku. Ég ræð þessu ekki, strákarnir ráða þessu sjálfir. Þeir verða að spila frábært golf. Það er erfitt að komast í liðið og til þess að geta það þurfa þeir að spila mjög, mjög vel," sagði Olazabal. Johnnie Walker Championship-mótið fer fram á Gleneagles-vellinum í Skotlandi um helgina. Mótið er hluti af evrópsku mótaröðinni. Montgomerie er meðal þátttakenda. Montgomerie er ekki lengur meðal efstu 50 kylfinga á heimslistanum en þeir fá sjálfkrafa þátttökurétt á stærstu mótum ársins. „Ef þú ert ekki meðal 50 efstu ertu á hælunum og staðan er erfið. Þetta er svipað og fyrir félög í ensku úrvalsdeildinni með ekkert fjármagn. Næstum ómögulegt," sagði Montgomerie sem virðist fylgjast vel með gangi mála í enska boltanum. „Þú þarft að vinna fjögur eða fimm mót til þess að sanna fyrir fyrirliðanum að þú sért að spila vel og vinna mót. Þá áttu möguleika á að verða valinn beint af fyrirliðanum," sagði Skotinn geðþekki. Golf Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Skoska kylfinginn Colin Montgomerie dreymir um að spila eitt skipti enn fyrir hönd Evrópu í Ryder-bikarnum. Sex ár eru síðan Montgomerie spilaði síðast fyrir Evrópu en hann á að baki átta keppnir fyrir hönd álfu sinnar. Þá var hann fyrirliði Ryder-liðsins í fyrra. Evrópa sigraði Bandaríkin á Celtic Manor vellinum í Wales á síðasta ári. Sem fyrirliði hafði Montgomerie umsjón með valinu á liði Evrópu og röðun leikmanna í einvígin gegn Bandaríkjunum. Nú vill Montgomerie fá að spila á nýjan leik. „Það væri frábært að fá að spila einu sinni í viðbót en ég verð að spila stórkostlega allt árið til þess að eiga möguleika," segir Montgomerie. Fyrirliði Evrópu er Spánverjinn Jose Maria Olazabal sem segir undir leikmönnum komið hvort þeir komist í liðið eða ekki. „Þetta er rétt að byrja. Undankeppnin byrjar í þessari viku. Ég ræð þessu ekki, strákarnir ráða þessu sjálfir. Þeir verða að spila frábært golf. Það er erfitt að komast í liðið og til þess að geta það þurfa þeir að spila mjög, mjög vel," sagði Olazabal. Johnnie Walker Championship-mótið fer fram á Gleneagles-vellinum í Skotlandi um helgina. Mótið er hluti af evrópsku mótaröðinni. Montgomerie er meðal þátttakenda. Montgomerie er ekki lengur meðal efstu 50 kylfinga á heimslistanum en þeir fá sjálfkrafa þátttökurétt á stærstu mótum ársins. „Ef þú ert ekki meðal 50 efstu ertu á hælunum og staðan er erfið. Þetta er svipað og fyrir félög í ensku úrvalsdeildinni með ekkert fjármagn. Næstum ómögulegt," sagði Montgomerie sem virðist fylgjast vel með gangi mála í enska boltanum. „Þú þarft að vinna fjögur eða fimm mót til þess að sanna fyrir fyrirliðanum að þú sért að spila vel og vinna mót. Þá áttu möguleika á að verða valinn beint af fyrirliðanum," sagði Skotinn geðþekki.
Golf Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira