Gæsaveiðin hófst í dag Karl Lúðvíksson skrifar 20. ágúst 2011 21:53 Veiðitímabil á grágæs og heiðagæs hefst laugardaginn 20. ágúst. Veiðar á grágæs og heiðagæs hafa verið að aukast hin síðari ár. Þegar um 90% af veiðiskýrslum eru komnar inn fyrir árið 2010 þá er skráð heildarveiði á grágæs um 46.000 fuglar og á heiðagæs um 17.000 fuglar. Til samanburðar má skoða árið 2009 þar sem veiðin var samkvæmt veiðiskýrslum tæpar 60.000 grágæsir og um 20.000 heiðagæsir. Líklegt er að afkomubrestur hafi orðið hjá báðum þessum stofnum þar sem slæmt veður framan af spillti varpi á einhverjum svæðum. Helsingja er leyfilegt að veiða frá 1. september utan Skaftafellssýslna en þar má ekki veiða helsingja fyrr en 25. september. Tilgangur friðunar á helsingja í Skaftafellssýslum er að vernda þann varpstofn sem hefur verið að ná fótfestu á undanförnum árum. Helsingi verpir ekki á Íslandi nema í Skaftafellssýslum svo vitað sé og þykir því sérstök ástæða til þess að veiðimenn sýni aðgát á þessu svæði. Blesgæs er áfram friðuð eins og undanfarin ár. Meira á vef Umhverfisstofnunar, linkur hér fyrir neðan: http://www.ust.is/einstaklingar/frettir/frett/2011/08/18/Veiditimabil-a-gragaes-og-heidagaes/ Stangveiði Mest lesið Laxá í Aðaldal opnar með látum Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Vesturröst kynnir nýja línu í veiðivörum frá Airflo Veiði Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Tungufljótið að lifna við Veiði Mikið líf í Varmá Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Sex laxar á land á fyrsta degi í Laxá í Leirársveit Veiði Agnhaldslaust hjá Fish Partner Veiði Nóg af laxi en aðstæður krefjandi Veiði
Veiðitímabil á grágæs og heiðagæs hefst laugardaginn 20. ágúst. Veiðar á grágæs og heiðagæs hafa verið að aukast hin síðari ár. Þegar um 90% af veiðiskýrslum eru komnar inn fyrir árið 2010 þá er skráð heildarveiði á grágæs um 46.000 fuglar og á heiðagæs um 17.000 fuglar. Til samanburðar má skoða árið 2009 þar sem veiðin var samkvæmt veiðiskýrslum tæpar 60.000 grágæsir og um 20.000 heiðagæsir. Líklegt er að afkomubrestur hafi orðið hjá báðum þessum stofnum þar sem slæmt veður framan af spillti varpi á einhverjum svæðum. Helsingja er leyfilegt að veiða frá 1. september utan Skaftafellssýslna en þar má ekki veiða helsingja fyrr en 25. september. Tilgangur friðunar á helsingja í Skaftafellssýslum er að vernda þann varpstofn sem hefur verið að ná fótfestu á undanförnum árum. Helsingi verpir ekki á Íslandi nema í Skaftafellssýslum svo vitað sé og þykir því sérstök ástæða til þess að veiðimenn sýni aðgát á þessu svæði. Blesgæs er áfram friðuð eins og undanfarin ár. Meira á vef Umhverfisstofnunar, linkur hér fyrir neðan: http://www.ust.is/einstaklingar/frettir/frett/2011/08/18/Veiditimabil-a-gragaes-og-heidagaes/
Stangveiði Mest lesið Laxá í Aðaldal opnar með látum Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Vesturröst kynnir nýja línu í veiðivörum frá Airflo Veiði Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Tungufljótið að lifna við Veiði Mikið líf í Varmá Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Sex laxar á land á fyrsta degi í Laxá í Leirársveit Veiði Agnhaldslaust hjá Fish Partner Veiði Nóg af laxi en aðstæður krefjandi Veiði