Tröll á sveimi á Nessvæðinu Karl Lúðvíksson skrifar 6. september 2011 11:10 Mynd af www.svfr.is Það eru hrikaleg tröll á sveimi á Nesveiðum sem endranær. Þau hafa þó ekki náðst á land, þó að 100-103 cm langir laxar séu að veiðast sl. daga. Eftir mikil hlýindi tók að rigna við Laxá sl. föstudag, og rigndi lungan úr helginni. Hreinsaði það að mestu burtu slýið sem hafði verið til ama dagana á undan í hitunum. Í rigningunum hækkaði nokkuð í ánni og hreyfði það laxinn aðeins til. Á laugardagskvöld veiddust 96,101, og 102 cm laxar auk þess sem að nokkrir sluppu frá veiðimönnum. En það eru ekki þessir laxar sem mest er talað um þessa stundina. Svo virðist sem að meira sé af tröllum heldur en nokkurn grunaði. Í Höfðahyl eru þau nokkur, en til mjög stórra laxa hefur sést í Sandeyrarpolli, Oddahyl, Skriðuflúð, Kirkjuhólmabroti, Knútsstaðatúni og svo auðvitað í Presthyl, Hólmavaðsstíflu og á Óseyri. Á meðfylgjandi myndbandi Ara Hermóðs Jafetssonar má sjá viðureign við einn þessara höfðingja sem hefur betur í viðureign við veiðimanninn, en slíkt hefur verið allt of algengt þetta sumarið.Með því að smella hér má sjá baráttu Ara Hermóðs við tröll í Höfðahylnum. Stangveiði Mest lesið SVFR: Vefsalan hafin Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði Breiðdalsá með augum Nils Jörgensen Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði
Það eru hrikaleg tröll á sveimi á Nesveiðum sem endranær. Þau hafa þó ekki náðst á land, þó að 100-103 cm langir laxar séu að veiðast sl. daga. Eftir mikil hlýindi tók að rigna við Laxá sl. föstudag, og rigndi lungan úr helginni. Hreinsaði það að mestu burtu slýið sem hafði verið til ama dagana á undan í hitunum. Í rigningunum hækkaði nokkuð í ánni og hreyfði það laxinn aðeins til. Á laugardagskvöld veiddust 96,101, og 102 cm laxar auk þess sem að nokkrir sluppu frá veiðimönnum. En það eru ekki þessir laxar sem mest er talað um þessa stundina. Svo virðist sem að meira sé af tröllum heldur en nokkurn grunaði. Í Höfðahyl eru þau nokkur, en til mjög stórra laxa hefur sést í Sandeyrarpolli, Oddahyl, Skriðuflúð, Kirkjuhólmabroti, Knútsstaðatúni og svo auðvitað í Presthyl, Hólmavaðsstíflu og á Óseyri. Á meðfylgjandi myndbandi Ara Hermóðs Jafetssonar má sjá viðureign við einn þessara höfðingja sem hefur betur í viðureign við veiðimanninn, en slíkt hefur verið allt of algengt þetta sumarið.Með því að smella hér má sjá baráttu Ara Hermóðs við tröll í Höfðahylnum.
Stangveiði Mest lesið SVFR: Vefsalan hafin Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði Breiðdalsá með augum Nils Jörgensen Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði