Veiði lokið í Veiðivötnum 6. september 2011 11:08 Mynd af www.ust.is Stangveiði í Veiðivötnum lauk miðvikudaginn 24. ágúst. Nú er netaveiðitíminn tekinn við. Alls veiddust 21240 fiskar á stangveiðitímanum. Þetta er talsvert minni afli en undanfarin þrjú ár, en svipað og sumarið 2007. Sumarið 2011 telst vera fimmta besta stangveiðiár í Veiðivötnum frá upphafi. Líklega má kenna kuldatíð framan af sumri um lægri aflatölur að þessu sinni, en undanfarin sumur hafa verið sérlega hagstæð lífríkinu í Veiðivötnum og aflabrögð eftir því. Eins og oft áður var mestur afli úr Litlasjó. Þar veiddust 6016 fiskar. Næst á eftir var Stóra Fossvatn með 2467 fiska. Bæði þessi vötn eru hrein urriðavötn. Langavatn var í þriðja sæti með 2392 fiska, mest bleikjur. Yfir 1000 fiskar fengust úr Snjóölduvatni, Kvíslarvatni, Nýjavatni og í Hraunvötnum. Meðalþyngd allra fiska úr Veiðivötnum var 1,79 pd sem er mjög gott. Fara þarf mörg ár aftur í tímann til að finna álíka meðalþyngd. Hæst var meðalþyngdin í Ónefndavatni, 3,58 pd. og úr Grænavatni, 3,18 pd. og þar veiddist einnig þyngsti fiskurinn, 12,6 pd. í síðustu vikunni. Meðalþyngd í Litlasjó var 2,82 pd. Fréttin er af vefnum www.veidivotn.is Stangveiði Mest lesið Mikið rætt um verðhækkanir veiðileyfa Veiði Veiðikeppnin litla Veiði Ágætis kropp af urriða í þjóðgarðinum Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Laxá í Dölum enn ein áin til að opna með glæsibrag Veiði Litlar líkur á vatnsleysi á komandi sumri? Veiði 99 sm urriði í vorveiðinni í Ytri Rangá Veiði Líflegt í vötnunum Veiði Spá góðu smálaxaári Veiði Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði
Stangveiði í Veiðivötnum lauk miðvikudaginn 24. ágúst. Nú er netaveiðitíminn tekinn við. Alls veiddust 21240 fiskar á stangveiðitímanum. Þetta er talsvert minni afli en undanfarin þrjú ár, en svipað og sumarið 2007. Sumarið 2011 telst vera fimmta besta stangveiðiár í Veiðivötnum frá upphafi. Líklega má kenna kuldatíð framan af sumri um lægri aflatölur að þessu sinni, en undanfarin sumur hafa verið sérlega hagstæð lífríkinu í Veiðivötnum og aflabrögð eftir því. Eins og oft áður var mestur afli úr Litlasjó. Þar veiddust 6016 fiskar. Næst á eftir var Stóra Fossvatn með 2467 fiska. Bæði þessi vötn eru hrein urriðavötn. Langavatn var í þriðja sæti með 2392 fiska, mest bleikjur. Yfir 1000 fiskar fengust úr Snjóölduvatni, Kvíslarvatni, Nýjavatni og í Hraunvötnum. Meðalþyngd allra fiska úr Veiðivötnum var 1,79 pd sem er mjög gott. Fara þarf mörg ár aftur í tímann til að finna álíka meðalþyngd. Hæst var meðalþyngdin í Ónefndavatni, 3,58 pd. og úr Grænavatni, 3,18 pd. og þar veiddist einnig þyngsti fiskurinn, 12,6 pd. í síðustu vikunni. Meðalþyngd í Litlasjó var 2,82 pd. Fréttin er af vefnum www.veidivotn.is
Stangveiði Mest lesið Mikið rætt um verðhækkanir veiðileyfa Veiði Veiðikeppnin litla Veiði Ágætis kropp af urriða í þjóðgarðinum Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Laxá í Dölum enn ein áin til að opna með glæsibrag Veiði Litlar líkur á vatnsleysi á komandi sumri? Veiði 99 sm urriði í vorveiðinni í Ytri Rangá Veiði Líflegt í vötnunum Veiði Spá góðu smálaxaári Veiði Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði