Húsið sem staðsett er í Ástralíu var hannað fyrir fjölskyldu sem óskaði eftir einföldu notalegu einbýlishúsi. Fjölskyldan lagði áherslu á að húsið væri hlýlegt, nútímalegt en jafnframt þannig að umhverfið yrði stór hluti af stemningunni.
Hönnuðurinn lætur stóra gluggana skapa rómantíska stemmningu í þessu fallega rými. Algengt er í hönnun nútímalegra einbýlishúsa að upplifunin sé sú að rýmið sé opið og flæði um allt húsið eins og sjá má í myndaalbúmi.
Gluggar í lykilhlutverki
