Núna þegar líður á veiðitímann fara linur að skýrast um veiðina í sumar, alla vega að mestu leiti. Maðkurinn er kominn niður í margar árnar og það er séstaklega eftirtektarvert að síðasta vika gaf nærri 800 laxa í Ytri Rangá og enn er fiskur að ganga.
Áin er opin fram í lok október svo það er ekki mikið að marka stöðuna í dag í samanburði við lokaveiðina í fyrra því haustið er oft ansi drjúgt í ánni. Annars er fátt sem kemur á óvart á milli vikna. Það vantar töluvert uppá veiðina miðað við árið 2010 en þetta er engu að síður gott ár í flestum ánum.
Hér er samantektin af ánum í topp 10 af vef www.angling.is þar sem heildarlistann er að finna.
Veiðivatn Dagsetning Heildarveiði Stangafjöldi Lokatölur 2010
Ytri-Rangá & Hólsá, vesturbakki. 31. 8. 2011 3388 20 6210
Eystri-Rangá 31. 8. 2011 3372 18 6280
Norðurá 31. 8. 2011 2068 14 2279
Blanda 31. 8. 2011 1930 16 2777
Miðfjarðará 31. 8. 2011 1915 10 4043
Selá í Vopnafirði 31. 8. 2011 1726 7 2065
Þverá + Kjarará 31. 8. 2011 1670 14 3760
Langá 31. 8. 2011 1626 12 2235
Haffjarðará 31. 8. 2011 1360 6 1978
Elliðaárnar. 31. 8. 2011 1127 4 1164
Staðan í topp 10 ánum
