Félagarnir Atli Fannar og Haukur Viðar fóru á kostum eins og venjulega í útvarpsþættinum Laugardagskaffinu á X-inu á laugardaginn. Meðal þess sem þeir félagar buðu upp á var stórskemmtilegt og glænýtt lag um Ben Stiller.
Lagið heitir Ben, enda er það endurgerð á öðru frægu lagi sem þeir félagar vilja leyfa hlustendum að átta sig á hvað er.
Hægt er að hlusta á lagið Ben hér fyrir ofan eða á útvarpssíðu Vísis.
Sömdu glænýtt lag um Ben Stiller
