Á morgun opnar ný sýning hönnuðarins Katrínar Ólínu í Spark Design Space að Klapparstíg 33.
Á sýningunni er töframaðurinn Miklimeir kynntur til leiks og frásögn af honum útfærð á teppi, en aldagömul hefð er fyrir því að skrásetja sögur með slíkum hætti. Verkefnið er unnið í samstarfi við hið konunglega dúskafyrirtæki Århus Possementfabrik A/S og teppaframleiðandann EGE í Danmörku.
Spark Design Space er opið virka daga frá 10 til 18, laugardaga frá 12 til 16.
Katrín Ólína og töframaðurinn Miklimeir
