Framarinn Róbert Aron Hostert varð fyrir meiðslum í leik Fram og FH í gær. Róbert var keyrður niður í loftinu og lenti illa á bakinu.
Að því er Einar Jónsson, þjálfari Fram, segir var Róbert með sprungu í bakinu fyrir leikinn og skellurinn í gær var ekki til þess að hjálpa til.
Læknar hafa skoðað leikmanninn efnilega og hann er ekki brotinn. Einar segir að leikmaðurinn sé þó illa marinn og þurfi að hvíla næstu tvær til fjórar vikurnar.
Róbert Aron frá í tvær til fjórar vikur
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti



„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn


Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti


Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn
Fleiri fréttir
