Umfjöllun: Framarar lögðu meistarana í Kaplakrika Elvar Geir Magnússon í Kaplakrika skrifar 26. september 2011 21:08 Mynd/Valli Framarar fengu heldur betur óskabyrjun þegar fyrsta umferð N1-deildarinnar fór fram í kvöld. Þeir heimsóttu Íslandsmeistara FH í Kaplakrikann og náðu í bæði stigin, úrslitin 23-28. Bæði lið eru ansi breytt frá síðasta tímabili. FH-ingar skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins en eftir það small vörn Framara í gang og þeir skoruðu næstu fjögur mörk. Ljóst er að vörn Safamýrarliðsins verður illviðráðanleg í vetur með þá Ingimund Ingimundarson og Ægi Hrafn Jónsson í hjarta hennar. Ekki bætti úr skák fyrir heimamenn að markvörðurinn Daníel Andrésson hlaut réttilega rautt spjald seint í fyrri hálfleik eftir árekstur við Einar Rafn. Framarar náðu þægilegu forskoti, höfðu sex marka forystu í hálfleik og voru með leikinn algjörlega í sínum höndum allan seinni hálfleikinn. Það segir sitt um öflugan varnarleik Fram að FH hafði aðeins náð að skora 12 mörk eftir 40 mínútur, staðan þá 12-21. Á endanum vann Fram með fimm marka mun en Sigurður Eggertsson skoraði átta mörk. Hann gekk til liðs við félagið fyrir tímabilið. Þess má geta að Róbert Aron Hostert, leikmaður Fram, var fluttur á brott með sjúkrabíl í hálfleik en hann meiddist eftir að hafa lent í samstuði við Ólaf Gústafsson.FH – Fram 23-28 (11-17)Mörk FH (skot): Baldvin Þorsteinsson 8/4 (10/5), Sigurður Ágústsson 3 (3), Ólafur Gústafsson 3 (6), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (3), Halldór Guðjónsson 2 (4), Örn Ingi Bjarkason 2 (5), Hjalti Pálmason 1 (1), Magnús Óli Magnússon 1 (2), Ragnar Jóhannsson 1 (6), Ari Magnús Þorgeirsson 0 (2), Andri Berg Haraldsson 0 (4),Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 6, Sigurður Örn Arnarson 4/1.Hraðaupphlaupsmörk: 3 (Baldvin, Ólafur, Sigurður)Fiskuð víti: 5 (Ólafur 2, Atli Rúnar, Örn, Ragnar)Utan vallar: 8 mínúturMörk Fram (skot): Sigurður Eggertsson 8 (12), Einar Rafn Eiðsson 5/2 (8/2), Ægir Hrafn Jónsson 5 (8), Ingimundur Ingimundarson 4 (5), Jóhann Gunnar Einarsson 3 (5), Stefán Stefánsson 2 (3), Matthías Bernhöj Daðason 1 (1), Jóhann Karl Reynisson 1 (1).Varin skot: Sebastian Alexandersson 12, Magnús Erlendsson 5Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Jóhann Gunnar, Einar Rafn, Jóhann Karl, Stefán)Fiskuð víti: 2 (Ægir 2)Utan vallar: 4 mínútur. Olís-deild karla Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
Framarar fengu heldur betur óskabyrjun þegar fyrsta umferð N1-deildarinnar fór fram í kvöld. Þeir heimsóttu Íslandsmeistara FH í Kaplakrikann og náðu í bæði stigin, úrslitin 23-28. Bæði lið eru ansi breytt frá síðasta tímabili. FH-ingar skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins en eftir það small vörn Framara í gang og þeir skoruðu næstu fjögur mörk. Ljóst er að vörn Safamýrarliðsins verður illviðráðanleg í vetur með þá Ingimund Ingimundarson og Ægi Hrafn Jónsson í hjarta hennar. Ekki bætti úr skák fyrir heimamenn að markvörðurinn Daníel Andrésson hlaut réttilega rautt spjald seint í fyrri hálfleik eftir árekstur við Einar Rafn. Framarar náðu þægilegu forskoti, höfðu sex marka forystu í hálfleik og voru með leikinn algjörlega í sínum höndum allan seinni hálfleikinn. Það segir sitt um öflugan varnarleik Fram að FH hafði aðeins náð að skora 12 mörk eftir 40 mínútur, staðan þá 12-21. Á endanum vann Fram með fimm marka mun en Sigurður Eggertsson skoraði átta mörk. Hann gekk til liðs við félagið fyrir tímabilið. Þess má geta að Róbert Aron Hostert, leikmaður Fram, var fluttur á brott með sjúkrabíl í hálfleik en hann meiddist eftir að hafa lent í samstuði við Ólaf Gústafsson.FH – Fram 23-28 (11-17)Mörk FH (skot): Baldvin Þorsteinsson 8/4 (10/5), Sigurður Ágústsson 3 (3), Ólafur Gústafsson 3 (6), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (3), Halldór Guðjónsson 2 (4), Örn Ingi Bjarkason 2 (5), Hjalti Pálmason 1 (1), Magnús Óli Magnússon 1 (2), Ragnar Jóhannsson 1 (6), Ari Magnús Þorgeirsson 0 (2), Andri Berg Haraldsson 0 (4),Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 6, Sigurður Örn Arnarson 4/1.Hraðaupphlaupsmörk: 3 (Baldvin, Ólafur, Sigurður)Fiskuð víti: 5 (Ólafur 2, Atli Rúnar, Örn, Ragnar)Utan vallar: 8 mínúturMörk Fram (skot): Sigurður Eggertsson 8 (12), Einar Rafn Eiðsson 5/2 (8/2), Ægir Hrafn Jónsson 5 (8), Ingimundur Ingimundarson 4 (5), Jóhann Gunnar Einarsson 3 (5), Stefán Stefánsson 2 (3), Matthías Bernhöj Daðason 1 (1), Jóhann Karl Reynisson 1 (1).Varin skot: Sebastian Alexandersson 12, Magnús Erlendsson 5Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Jóhann Gunnar, Einar Rafn, Jóhann Karl, Stefán)Fiskuð víti: 2 (Ægir 2)Utan vallar: 4 mínútur.
Olís-deild karla Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira