Umfjöllun: Aron fer vel af stað með Haukana Stefán Árni Pálsson í Digranesinu skrifar 26. september 2011 20:55 Mynd/Valli Haukar unnu frábæra sigur, 27-22, á HK í fyrstu umferð N1 deildar karla í kvöld, en leikurinn fór fram í Digranesinu. Þetta var fyrsti leikur Arons Kristjánssonar sem þjálfari Hauka í nokkur ár, en hann tók við liðinu í sumar eftir dvöl sína í Þýskalandi. Nemanja Malovic var magnaður í liði Hauka og gerði 12 mörk. Aron Rafn Eðvarðsson varði einnig virkilega vel í síðari hálfleiknum fyrir gestina og varði 14 skot. Mikill haustbragur var á leik liðanna til að byrja með og sást það einna helst á sóknarleiknum. Heimamenn voru með ákveðið frumkvæði til að byrja með og náðu tveggja marka forystu strax í upphafi leiksins. Haukar voru aldrei langt undan og sýndu á köflum virkilega fínan varnarleik. Staðan var jöfn, 8-8, þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Liðin áttu nokkuð erfitt með að koma boltanum í netið og mikið var um sóknarfeila í hálfleiknum. HK var samt alltaf einu skrefi á undan gestunum og því var staðan 13-11 fyrir Kópavogsmenn í hálfleik. Haukar hófu síðari hálfleikinn mikið mun betur en heimamenn og skoruðu 8 mörk á fyrstu tólf mínútum hálfleiksins, en á sama tíma gerði HK aðeins eitt. Staðan breytist því í 19-14 fyrir gestina. Aron Rafn Eðvarðsson, marvörður Hauka, datt í gang og fór að verja vel. Heimamenn skoruðu annað mark sitt í síðari hálfleiknum þegar hann var tæplega hálfnaður og þá fóru þeir loks í gang. HK náði að breyta stöðunni í 19-18 og allt í einu var mikill spenna kominn í leikinn. Gestirnir náðu samt sem áður að halda HK-ingum frá sér og unnu að lokum fínan sigur 27-22. Fín byrjun hjá Haukum, en Nemanja Malovic, nýr leikmaður Hauka, var frábær í liði gestanna og skoraði 12 mörk.TölfræðiHK - Haukar 22-27 (13-11)Mörk HK (skot): Ólafur Bjarki Ragnarsson 8/1 (16/3), Atli Ævar Ingólfsson 4 (6), Bjarki Már Elísson 3 (5/1), Atli Karl Backmann 2 (3), Tandri Már Konráðsson 2 (5), Ólafur Víðir Ólafsson 2 (4), Léó Snær Pétursson 1 (4), Hörður Másson 1 (2).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 7 (16/1, 3%), Arnór Freyr Stefánsson 3 (9 , 25%)Hraðaupphlaupsmörk: 5 ( Bjarki Már Elísson 2, Léó Snær, Atli Ævar og Ólafur Víðir)Fiskuð víti: 3 (Atli Ævar 2 og Atli Karl)Utan vallar: 2 mínúturMörk Hauka (skot): Nemanja Malovic 12 (15), Stefán Rafn Sigurmannsson 4/1 (9/1), Heimir Óli Heimisson 3 (3), Sveinn Þorgeirsson 3 (1), Brynjólfur Snær Brynjólfsson 2 (4), Tjörvi Þorgeirsson 1 (2), Freyr Brynjarsson 1 (3), Einar Pétur Pétursson 1 (1).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 0/0 (6, 0%.), Aron Rafn Eðvarðsson 14/2 (16/2 , 46%.)Hraðaupphlaup: 4 (Nemanja, Freyr, Einar Pétur og Stefán Rafn )Fiskuð víti: 2 (Heimir Óli og Stefán Rafn).Utan vallar: 8 mín Olís-deild karla Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Haukar unnu frábæra sigur, 27-22, á HK í fyrstu umferð N1 deildar karla í kvöld, en leikurinn fór fram í Digranesinu. Þetta var fyrsti leikur Arons Kristjánssonar sem þjálfari Hauka í nokkur ár, en hann tók við liðinu í sumar eftir dvöl sína í Þýskalandi. Nemanja Malovic var magnaður í liði Hauka og gerði 12 mörk. Aron Rafn Eðvarðsson varði einnig virkilega vel í síðari hálfleiknum fyrir gestina og varði 14 skot. Mikill haustbragur var á leik liðanna til að byrja með og sást það einna helst á sóknarleiknum. Heimamenn voru með ákveðið frumkvæði til að byrja með og náðu tveggja marka forystu strax í upphafi leiksins. Haukar voru aldrei langt undan og sýndu á köflum virkilega fínan varnarleik. Staðan var jöfn, 8-8, þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Liðin áttu nokkuð erfitt með að koma boltanum í netið og mikið var um sóknarfeila í hálfleiknum. HK var samt alltaf einu skrefi á undan gestunum og því var staðan 13-11 fyrir Kópavogsmenn í hálfleik. Haukar hófu síðari hálfleikinn mikið mun betur en heimamenn og skoruðu 8 mörk á fyrstu tólf mínútum hálfleiksins, en á sama tíma gerði HK aðeins eitt. Staðan breytist því í 19-14 fyrir gestina. Aron Rafn Eðvarðsson, marvörður Hauka, datt í gang og fór að verja vel. Heimamenn skoruðu annað mark sitt í síðari hálfleiknum þegar hann var tæplega hálfnaður og þá fóru þeir loks í gang. HK náði að breyta stöðunni í 19-18 og allt í einu var mikill spenna kominn í leikinn. Gestirnir náðu samt sem áður að halda HK-ingum frá sér og unnu að lokum fínan sigur 27-22. Fín byrjun hjá Haukum, en Nemanja Malovic, nýr leikmaður Hauka, var frábær í liði gestanna og skoraði 12 mörk.TölfræðiHK - Haukar 22-27 (13-11)Mörk HK (skot): Ólafur Bjarki Ragnarsson 8/1 (16/3), Atli Ævar Ingólfsson 4 (6), Bjarki Már Elísson 3 (5/1), Atli Karl Backmann 2 (3), Tandri Már Konráðsson 2 (5), Ólafur Víðir Ólafsson 2 (4), Léó Snær Pétursson 1 (4), Hörður Másson 1 (2).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 7 (16/1, 3%), Arnór Freyr Stefánsson 3 (9 , 25%)Hraðaupphlaupsmörk: 5 ( Bjarki Már Elísson 2, Léó Snær, Atli Ævar og Ólafur Víðir)Fiskuð víti: 3 (Atli Ævar 2 og Atli Karl)Utan vallar: 2 mínúturMörk Hauka (skot): Nemanja Malovic 12 (15), Stefán Rafn Sigurmannsson 4/1 (9/1), Heimir Óli Heimisson 3 (3), Sveinn Þorgeirsson 3 (1), Brynjólfur Snær Brynjólfsson 2 (4), Tjörvi Þorgeirsson 1 (2), Freyr Brynjarsson 1 (3), Einar Pétur Pétursson 1 (1).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 0/0 (6, 0%.), Aron Rafn Eðvarðsson 14/2 (16/2 , 46%.)Hraðaupphlaup: 4 (Nemanja, Freyr, Einar Pétur og Stefán Rafn )Fiskuð víti: 2 (Heimir Óli og Stefán Rafn).Utan vallar: 8 mín
Olís-deild karla Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira