Gæsaveiðin heldur róleg víða vegna veðurs Karl Lúðvíksson skrifar 26. september 2011 09:53 Mynd af www.ust.is Gæsaveiðin er komin á fullt og víða á landinu er hún farin að bunka sig saman á túnum, bændum frekar til óþurftar en annars. Í Skagafirði og Húnaflóa eru sum túnin svört af gæs en hún hefur verið frekar erfið til veiða vegna óhagstæðra veðurskilyrða. Á vesturlandi eru menn farnir að gera ágætisveiði en heldur fáar fréttir hafa borist af suðurlandi. Þó heyrðum við í nokkrum skyttum sem eru með gott land á leigu neðarlega í Landeyjum og voru í tvo daga við veiðar. Fuglinn kom illa niður og var mjög var um sig þar sem það var algert logn og glampandi sól. Það voru víða skyttur á bæjum þarna í kring en sárafáir hvellir heyrðust. Það var heldur ekki mikið flug, einn og einn hópur sem flaug yfir túnið. Það þarf að blása aðeins betur og þykkna upp, og skyttum til mikillar gleði þá er spáin þessa viku mjög blaut þannig að við megum eiga von á betri veiðitölum en síðustu daga. Þið getið sent okkur myndir og veiðisögur á veidivisir@visir.is Stangveiði Mest lesið Mikið rætt um verðhækkanir veiðileyfa Veiði Leirvogsá er komin í gang Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Góður gangur í Eystri Rangá Veiði Veiðikeppnin litla Veiði Ágætis kropp af urriða í þjóðgarðinum Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Hausttilboð hjá Veiðiflugum Veiði Trollað fyrir lax í Lake Ontario Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði
Gæsaveiðin er komin á fullt og víða á landinu er hún farin að bunka sig saman á túnum, bændum frekar til óþurftar en annars. Í Skagafirði og Húnaflóa eru sum túnin svört af gæs en hún hefur verið frekar erfið til veiða vegna óhagstæðra veðurskilyrða. Á vesturlandi eru menn farnir að gera ágætisveiði en heldur fáar fréttir hafa borist af suðurlandi. Þó heyrðum við í nokkrum skyttum sem eru með gott land á leigu neðarlega í Landeyjum og voru í tvo daga við veiðar. Fuglinn kom illa niður og var mjög var um sig þar sem það var algert logn og glampandi sól. Það voru víða skyttur á bæjum þarna í kring en sárafáir hvellir heyrðust. Það var heldur ekki mikið flug, einn og einn hópur sem flaug yfir túnið. Það þarf að blása aðeins betur og þykkna upp, og skyttum til mikillar gleði þá er spáin þessa viku mjög blaut þannig að við megum eiga von á betri veiðitölum en síðustu daga. Þið getið sent okkur myndir og veiðisögur á veidivisir@visir.is
Stangveiði Mest lesið Mikið rætt um verðhækkanir veiðileyfa Veiði Leirvogsá er komin í gang Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Góður gangur í Eystri Rangá Veiði Veiðikeppnin litla Veiði Ágætis kropp af urriða í þjóðgarðinum Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Hausttilboð hjá Veiðiflugum Veiði Trollað fyrir lax í Lake Ontario Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði