Mugison í Vasadiskó Birgir Örn Steinarsson skrifar 23. september 2011 14:10 Á sunnudag mætir Mugison í útvarpsþáttinn Vasadiskó vopnaður mp3-spilaranum sínum og nýju plötu sinni Haglél er fær stafræna útgáfu í dag. Nýja platan er hans fyrsta á íslensku og hafa lögin Haglél og Stingum af nú þegar gefið stórkostleg fyrirheit á gripnum en Mugison ætlar að frumflytja nokkur áður óheyrð lög af nýju plötunni í þættinum. Að því loknu verður vasadiskó-ið hans tengt í græjurnar og sett á shuffle - og fá þá aðdáendur sveitarinnar vísbendingar um hvað þessi elskulegi maður hlustar á í einrúmi. Útvarpsþátturinn Vasadiskó kom vel út úr nýlegri hlustendakönnun er Capacent gerði nýverið. Þar kom m.a. fram að hlustun á þáttinn, sem er á X-inu 977 á sunnudögum kl. 15, er meiri en á poppleðjuna á FM957 á sama tíma. Greinilegt að vöntun hefur verið á sérþætti í útvarpi er leggur áherslu á að spila splúnkunýja tónlist. Fylgist með Vasadiskó á Facebook. Smellið á "like"-takkann og fáið fréttir og tónlistarblogg í stafræna fésbókar tilveru ykkar. Verið fyrst til þess að kaupa nýju plötu Mugisons hér - á heimasíðu hans - en salan hefst kl. 15 í dag. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Á sunnudag mætir Mugison í útvarpsþáttinn Vasadiskó vopnaður mp3-spilaranum sínum og nýju plötu sinni Haglél er fær stafræna útgáfu í dag. Nýja platan er hans fyrsta á íslensku og hafa lögin Haglél og Stingum af nú þegar gefið stórkostleg fyrirheit á gripnum en Mugison ætlar að frumflytja nokkur áður óheyrð lög af nýju plötunni í þættinum. Að því loknu verður vasadiskó-ið hans tengt í græjurnar og sett á shuffle - og fá þá aðdáendur sveitarinnar vísbendingar um hvað þessi elskulegi maður hlustar á í einrúmi. Útvarpsþátturinn Vasadiskó kom vel út úr nýlegri hlustendakönnun er Capacent gerði nýverið. Þar kom m.a. fram að hlustun á þáttinn, sem er á X-inu 977 á sunnudögum kl. 15, er meiri en á poppleðjuna á FM957 á sama tíma. Greinilegt að vöntun hefur verið á sérþætti í útvarpi er leggur áherslu á að spila splúnkunýja tónlist. Fylgist með Vasadiskó á Facebook. Smellið á "like"-takkann og fáið fréttir og tónlistarblogg í stafræna fésbókar tilveru ykkar. Verið fyrst til þess að kaupa nýju plötu Mugisons hér - á heimasíðu hans - en salan hefst kl. 15 í dag.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira