Affallið í um 500 löxum Karl Lúðvíksson skrifar 22. september 2011 09:13 Góð veiði hefur verið í Affallinu í sumar. Þessi mynd er frá sumrinu 2010 Mynd úr safni Veiðin í Affallinu hefur verið ágæt í sumar þó hún sé ekkert í líkingu við 2010 þegar áin var í 1000 löxum. Áin er að ná 500 löxum sem feykilega góð veiði á fjórar stangir og af því eru um 70 stórlaxar. Mikið af laxi hefur veiðst á milli staða og t.d. er veiðistaður á milli 14 og 15 sem hefur gefið 70 laxa undanfarna daga, en sá staður er ómerktur. Stefnt er að því að merkja ánna upp aftur á næsta ári ásamt því að nákvæmt kort verður tilbúið fyrir veiðimenn á sama tíma. Glæsilegt hús er við ánna fyrir veiðimenn og var það tekið í notkun í sumar, en það á ennþá eftir að klára það að utan en aðstaðan innandyra er til fyrirmyndar. Nú þegar eru bókanir langt á veg komnar fyrir næsta ár og margir af þeim sem hafa veitt Affallið farnir að tryggja sér sína föstu daga jafnvel 2-3 ár fram í tímann. Áin er nett, skemmtileg og frábær fluguveiðiá. Veiðimenn sem luku veiði í gær lönduðu 3 löxum í fyrradagsmorgun og misstu nokkra, þar af einn sem datt af við háfun og var hann ekki undir 20 pundum. Lax sást víða í ánni en hann var styggur og erfiður viðureignar því það var glampandi sól og logn þar eystra í gær. Stangveiði Mest lesið Blanda komin í góðann gír Veiði 103 sm stórlax af Hrauni Veiði Laxá í Aðaldal opnar með látum Veiði Silungasvæðið í Víðidalsá opnaði í gær Veiði Góð opnun í Laxárdalnum Veiði Síðasti dagur til rjúpnaveiða í dag Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Saga stangveiða: Fnjóská - hin dásamlega afrétt Veiði Villingavatn að vakna til lífsins Veiði Ein mest krefjandi en skemmtilegsta veiði sem þú finnur Veiði
Veiðin í Affallinu hefur verið ágæt í sumar þó hún sé ekkert í líkingu við 2010 þegar áin var í 1000 löxum. Áin er að ná 500 löxum sem feykilega góð veiði á fjórar stangir og af því eru um 70 stórlaxar. Mikið af laxi hefur veiðst á milli staða og t.d. er veiðistaður á milli 14 og 15 sem hefur gefið 70 laxa undanfarna daga, en sá staður er ómerktur. Stefnt er að því að merkja ánna upp aftur á næsta ári ásamt því að nákvæmt kort verður tilbúið fyrir veiðimenn á sama tíma. Glæsilegt hús er við ánna fyrir veiðimenn og var það tekið í notkun í sumar, en það á ennþá eftir að klára það að utan en aðstaðan innandyra er til fyrirmyndar. Nú þegar eru bókanir langt á veg komnar fyrir næsta ár og margir af þeim sem hafa veitt Affallið farnir að tryggja sér sína föstu daga jafnvel 2-3 ár fram í tímann. Áin er nett, skemmtileg og frábær fluguveiðiá. Veiðimenn sem luku veiði í gær lönduðu 3 löxum í fyrradagsmorgun og misstu nokkra, þar af einn sem datt af við háfun og var hann ekki undir 20 pundum. Lax sást víða í ánni en hann var styggur og erfiður viðureignar því það var glampandi sól og logn þar eystra í gær.
Stangveiði Mest lesið Blanda komin í góðann gír Veiði 103 sm stórlax af Hrauni Veiði Laxá í Aðaldal opnar með látum Veiði Silungasvæðið í Víðidalsá opnaði í gær Veiði Góð opnun í Laxárdalnum Veiði Síðasti dagur til rjúpnaveiða í dag Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Saga stangveiða: Fnjóská - hin dásamlega afrétt Veiði Villingavatn að vakna til lífsins Veiði Ein mest krefjandi en skemmtilegsta veiði sem þú finnur Veiði