Samkvæmt árlegri spá fyrirliða og forráðamanna liða í N1-deild karla verður FH Íslandsmeistari annað árið í röð. Það var tilkynnt á kynningarfundi N1-deildarinnar nú í hádeginu.
FH og Akureyri háðu spennandi rimmu um Íslandsmeistaratitilinn síðastliðið vor og höfðu FH-ingar þar betur. Akureyri varð deildarmeistari og eru aðeins fjórum stigum á eftir FH í spánni nú.
FH varð í gærkvöldi meistari meistaranna eftir sigur á Val í jöfnum leik sem réðst ekki fyrr en í vítakeppni.
HK-ingum er spáð þriðja sætið en nýliðum Aftureldingar og Gróttu spáð falli niður í 1. deildina.
Í 1. deild karla var ÍBV spáð efsta sætinu og Stjörnunni öðru. Spárnar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
N1-deild karla:
1. FH 202 stig
2. Akureyri 198
3. HK 192
4.-5. Fram 162
4.-5. Haukar 162
6. Valur 159
7. Afturelding 94
8. Grótta 79
1. deild karla:
1. ÍBV 165 stig
2. Stjarnan 158
3. ÍR 138
4. Selfoss 126
5. Víkingur 125
6. Fjölnir 98
Spá N1-deildar karla: FH ver titilinn

Mest lesið


Enskar í úrslit eftir dramatík
Fótbolti

„Við viljum meira“
Fótbolti

Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“
Íslenski boltinn

KR í markmannsleit eftir meiðsli
Íslenski boltinn

Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni
Enski boltinn



