Dustin Johnson segist alls ekkert vera fúll út í Tiger Woods þó svo Tiger hafi stolið af honum kylfusveininum, Joe LaCava.
"Ég ræddi málið við Tiger og það er allt í góðu á milli okkar. Við áttum flott spjall og hann gerði bara það sem hann þurfti að gera," sagði Johnson.
"Ég er hrifinn af Joe en ég er ekki reiður út í hann fyrir þessa ákvörðun sína. Honum var boðið spennandi starf sem hann ákvað að taka. Þetta er í góðu mín vegna."
Dustin Johnson ekki fúll út í Tiger

Mest lesið


Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti



Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku
Íslenski boltinn

Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar
Körfubolti

Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum
Enski boltinn


