Guðfinnur: Við náðum aldrei í þá Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 6. október 2011 21:53 Úr leik Gróttu og HK. mynd/valli Guðfinnur Kristmansson þjálfari Gróttu sagði slakan varnarleik verða liði sínu að falli gegn Haukum í kvöld en var að mörgu leyti ánægður með sóknarleikinn. „Við hefðum svo sannarlega viljað stríða Haukum meira í þessum leik. Ég veit ekki hvað gerist. Við spilum bara ekki nógu góða vörn í fyrri hálfleik. Við náðum aldrei í þá, náðum aldrei að brjóta á þeim. Boltinn flýtur hjá þeim og við náum aldrei að stoppa þá,“ sagði Guðfinnur en Haukar voru átta mörkum yfir í hálfleik og úrslitin í raun ráðin. „Við klárum leikinn ágætlega. Seinni hálfleikur finnst mér þrælfínn. Við fáum fullt af færum en Birkir eru að verja mjög vel, sérstaklega úr dauðafærum. Við fáum færi til að skora mörk en að sama skapi fengum við alltaf mark á okkur nema undir lokin þegar við skiptum í 6-0 og fengum Magga (Magnús Sigmundsson) í gang í markinu. Þá fór þetta að líta betur út.“ „Við vitum að í þessari deild má maður ekki gera mistök, þá er maður lentur undir og við gerum það á kafla í fyrri hálfleik. Þá hikstar sóknin og vörnin ekki að gera sig. Við lendum aðeins undir og þá förum við að hugsa um eitthvað annað en okkur sjálfa. Ég veit ekki hvort menn missi trúna en okkar leikur riðlast og við náum ekki takti aftur. Í byrjun seinni spilum við fínan sóknarleik en fáum alltaf mark á okkur þannig að bilið er alltaf jafn stórt og þess vegna verður þetta erfitt,“ sagði Guðfinnur að lokum. Grótta mætir Aftureldingu í næstu umferð og lítur Guðfinnur ekkert frekar á þann leik sem úrsltialeik frekar en aðra leiki. „Þetta eru allt úrslitaleikir hjá okkur. Við þurfum að spila upp á stig í hverjum leik. Ég neita því ekki að þetta er mikilvægur leikur en þeir eru allir mikilvægir,“ sagði Guðfinnur að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Sjá meira
Guðfinnur Kristmansson þjálfari Gróttu sagði slakan varnarleik verða liði sínu að falli gegn Haukum í kvöld en var að mörgu leyti ánægður með sóknarleikinn. „Við hefðum svo sannarlega viljað stríða Haukum meira í þessum leik. Ég veit ekki hvað gerist. Við spilum bara ekki nógu góða vörn í fyrri hálfleik. Við náðum aldrei í þá, náðum aldrei að brjóta á þeim. Boltinn flýtur hjá þeim og við náum aldrei að stoppa þá,“ sagði Guðfinnur en Haukar voru átta mörkum yfir í hálfleik og úrslitin í raun ráðin. „Við klárum leikinn ágætlega. Seinni hálfleikur finnst mér þrælfínn. Við fáum fullt af færum en Birkir eru að verja mjög vel, sérstaklega úr dauðafærum. Við fáum færi til að skora mörk en að sama skapi fengum við alltaf mark á okkur nema undir lokin þegar við skiptum í 6-0 og fengum Magga (Magnús Sigmundsson) í gang í markinu. Þá fór þetta að líta betur út.“ „Við vitum að í þessari deild má maður ekki gera mistök, þá er maður lentur undir og við gerum það á kafla í fyrri hálfleik. Þá hikstar sóknin og vörnin ekki að gera sig. Við lendum aðeins undir og þá förum við að hugsa um eitthvað annað en okkur sjálfa. Ég veit ekki hvort menn missi trúna en okkar leikur riðlast og við náum ekki takti aftur. Í byrjun seinni spilum við fínan sóknarleik en fáum alltaf mark á okkur þannig að bilið er alltaf jafn stórt og þess vegna verður þetta erfitt,“ sagði Guðfinnur að lokum. Grótta mætir Aftureldingu í næstu umferð og lítur Guðfinnur ekkert frekar á þann leik sem úrsltialeik frekar en aðra leiki. „Þetta eru allt úrslitaleikir hjá okkur. Við þurfum að spila upp á stig í hverjum leik. Ég neita því ekki að þetta er mikilvægur leikur en þeir eru allir mikilvægir,“ sagði Guðfinnur að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Sjá meira