Íslandsmeistarar FH unnu tveggja marka sigur á Val í N1-deildinni í handbolta í kvöld. Orri Freyr Gíslason var markahæstur í Valsliðinu í kvöld en að hans mati var Valur betra liðið í 55 mínútur.
"Það var fimm mínútna kafli þar sem við skitum á okkur og spiluðum eins og hálfvitar. Við vorum lélegir bæði í sókn og vörn og komum þeim á bragðið. Þeir bara nýttu sér það," sagði Orri eftir leik.
"Við vorum mikið betri í 55 mínútur að mínu mati en skelfilegar hinar fimm. Mér fannst við flottir í sókninni nánast allan leikinn en þessi kafli skemmdi fyrir okkur."
"Við þurfum fá Valda (Valdimar Fannar Þórsson) meira inn í þetta, hann þarf að fara að skora meira fyrri utan hjá okkur. Annars er ég mjög ánægður með margt í okkar leik. Bubbi (Hlynur Morthens) var mjög fínn í markinu og það er stígandi í okkar spilamennsku."
"Við þurfum bara að halda út allan helvítis leikinn. Það er það eina sem ég hef að segja. Við þurfum líka aðeins að staðsetja okkur betur líka í vörninni í næstu leikjum," sagði svekktur Orri Freyr.
Orri Freyr: Eins og hálfvitar í fimm mínútur
Elvar Geir Magnússon skrifar

Mest lesið

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn

Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn
Íslenski boltinn

Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United
Enski boltinn

Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti
Enski boltinn





Bayern varð sófameistari
Fótbolti

Fleiri fréttir
