Gleðigjafinn Sigurður Eggertsson átti fínan leik í liði Fram sem lagði Akureyri af velli í kvöld og er með fullt hús eftir þrjár umferðir.
"Við erum með langbesta liðið," sagði Sigurður léttur. "Mér finnst við vera rosagóðr. Við erum að vinna nokkuð þægilega þó svo við séum ekki að spila vel."
"Stelpustrákurinn okkar með síða hárið er rosagóður. Ég hef ekki séð svona skot hjá honum áður," sagði Sigurður og talaði þar um Róbert Aron Hostert sem skoraði átta flott mörk í kvöld.
Sigurður er uppalinn Valsmaður og segist enn vera að venjast því að spila í Framtreyjunni.
"Þetta var skrýtið fyrst. Félagar hættu að hringja í mig og svona. Það er búið að taka mér ágætlega hér enda er ég ekki eini Valsarinn hérna," sagði Sigurður en hann bíður spenntur eftir því að mæta í Framtreyjunni á Hlíðarenda.
Sigurður: Stelpustrákurinn okkar var rosagóður
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mest lesið



Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann
Íslenski boltinn


„Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“
Körfubolti

Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni
Íslenski boltinn

Mark snemma leiks gerði gæfumuninn
Fótbolti

Valur í kjörstöðu gegn ÍR
Handbolti

Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni
Körfubolti

Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi
Íslenski boltinn