Magnús Gunnar Erlendsson, markvörður Fram, lokaði marki sínu þegar á reyndi í kvöld gegn Akureyri. Þegar Norðanmenn voru að komast aftur inn í leikinn skellti Magnús í lás og drap allar vonir Akureyringa.
"Þetta var ekki auðvelt. Ég veit ekki hvað er að hjá okkur. Við girðum okkur ekki í brók fyrr en í hálfleik. Við verðum að byrja leikina fyrr," sagði Magnús en hvað með eigin hlut?
"Ég náði að taka mjög verðmæta bolta sem hjálpaði til. Strákarnir unnu fyrir þessu í síðari hálfleik. Þá voru þeir mjög góðir," sagði Magnús.
Fram er á toppnum með fullt hús en liðinu var spáð fjórða til fimmta sæti fyrir mót. Er verið að vanmeta liðið?
"Það kemur í ljós. Við lítum vel út. Hópurinn er samt enn að slípast saman."
Magnús: Ég varði nokkra verðmæta bolta
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mest lesið





Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum
Íslenski boltinn

Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti
Íslenski boltinn

Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United?
Enski boltinn


