Veiði lokið í Breiðdalsá, Jöklu, Hrútu og Minnivallalæk Karl Lúðvíksson skrifar 5. október 2011 10:01 Lúsug hrygna um 80 cm veitt 2 . október í Breiðdalsá! Mynd af www.strengir.is Breiðdalsá: Það var brokkgeng síðasta vikan og rúmlega það í Breiðdalsá vegna mikilla flóða sem komu reglulega vegna rigninga og náði áin aldrei að detta í eðlilega vatnshæð svo um hægðist verulega í laxveiðinni. Lokatalan var 1.430 laxar eins og sjá má á rafrænu veiðibókinni á vef okkar, en engu að síður glæsilegt nýtt met þar sem veiðin var jöfn og góð allt sumarið nema rétt til að byrja með júlí og lokadagana eins og áður sagði vegna flóða. Góð dreifing var á laxinum og flestir veiðistaðir með einhvern lax núna þegar veiði lauk. Stærsti laxinn var 97 cm hrygna með ummálið 47 cm og um 10 kg sem undirritaður fékk á Sunray Shadow þann 6. Ágúst. Sá fiskur fór í klak eins og margir aðrir vænir laxar úr ánni, en merkilegt þótti að engin annar stærri næðist á land þetta sumarið. Var þó sett í þá nokkra slíka sem menn misstu svo þeir eru þarna ennþá og væntanlega auka kyn sitt í ánni. Yfir sumarið var tekið gott magn af vænum fiski í klak en veitt verður áfram næstu tvo daga ef aðstæður leyfa. Ennþá er lax að ganga og t.d. í gær kom 83 cm hrygna lúsug í klakveiði á Skammadalsbeiðu! Silungsveiðin var mun minni en oft áður en skráðir voru í veiðibók um 200 urriðar og 100 bleikjur sem veldur vonbrigðum og þá sérstaklega sjóbleikjan. Var hún þó væn þetta árið og nokkrar 4-5 punda voru þær stærstu þetta árið.76 sm lax úr Fossárklöppum í JökluMynd: Sigurður Freyr ÁrnasonJöklusvæðið: Lokatölur úr Jöklu ásamt þverám hennar Laxá, Fossá og Kaldá voru 507 laxar, en ásamt Fögruhlíðará sem tilheyrir veiðisvæðinu bætast við 57 laxar svo samtals gerir þetta 564 laxar. Ekki slæm veiði á sex stangir og þó var nýtingin ekki mjög há svo veiði per stöng á dag er vel viðunandi miðað við margar aðrar þekktari laxveiðiár þetta sumarið! Jökla sjálf var mjög góð og fór ekki á yfirfall fyrr en um miðjan september en þá voru ennþá eftir það að koma nýjar göngur af laxi, þá sérstaklega í Fögruhlíðará og Kaldá svo veiðin datt ekki mikið niður þrátt fyrir það í lokin. Mikið af vænum laxi var að veiðast og stefnir svæðið á ekki síðri stórlaxavon en Breiðdalsá ef fram fer sem horfir. Lítið var af sjóbleikju í Fögruhlíðarósnum þetta árið, en ágætlega af vænni bleikju kom í Kaldá er leið á sumarið. Meira á https://strengir.is/index.php/component/content/article/7-frettir/103-veiei-lokie-i-breiedalsa-joeklusvaeeinu-minnivallalaek-og-hrutu Birt með góðfúslegu leyfi Strengja. Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði
Breiðdalsá: Það var brokkgeng síðasta vikan og rúmlega það í Breiðdalsá vegna mikilla flóða sem komu reglulega vegna rigninga og náði áin aldrei að detta í eðlilega vatnshæð svo um hægðist verulega í laxveiðinni. Lokatalan var 1.430 laxar eins og sjá má á rafrænu veiðibókinni á vef okkar, en engu að síður glæsilegt nýtt met þar sem veiðin var jöfn og góð allt sumarið nema rétt til að byrja með júlí og lokadagana eins og áður sagði vegna flóða. Góð dreifing var á laxinum og flestir veiðistaðir með einhvern lax núna þegar veiði lauk. Stærsti laxinn var 97 cm hrygna með ummálið 47 cm og um 10 kg sem undirritaður fékk á Sunray Shadow þann 6. Ágúst. Sá fiskur fór í klak eins og margir aðrir vænir laxar úr ánni, en merkilegt þótti að engin annar stærri næðist á land þetta sumarið. Var þó sett í þá nokkra slíka sem menn misstu svo þeir eru þarna ennþá og væntanlega auka kyn sitt í ánni. Yfir sumarið var tekið gott magn af vænum fiski í klak en veitt verður áfram næstu tvo daga ef aðstæður leyfa. Ennþá er lax að ganga og t.d. í gær kom 83 cm hrygna lúsug í klakveiði á Skammadalsbeiðu! Silungsveiðin var mun minni en oft áður en skráðir voru í veiðibók um 200 urriðar og 100 bleikjur sem veldur vonbrigðum og þá sérstaklega sjóbleikjan. Var hún þó væn þetta árið og nokkrar 4-5 punda voru þær stærstu þetta árið.76 sm lax úr Fossárklöppum í JökluMynd: Sigurður Freyr ÁrnasonJöklusvæðið: Lokatölur úr Jöklu ásamt þverám hennar Laxá, Fossá og Kaldá voru 507 laxar, en ásamt Fögruhlíðará sem tilheyrir veiðisvæðinu bætast við 57 laxar svo samtals gerir þetta 564 laxar. Ekki slæm veiði á sex stangir og þó var nýtingin ekki mjög há svo veiði per stöng á dag er vel viðunandi miðað við margar aðrar þekktari laxveiðiár þetta sumarið! Jökla sjálf var mjög góð og fór ekki á yfirfall fyrr en um miðjan september en þá voru ennþá eftir það að koma nýjar göngur af laxi, þá sérstaklega í Fögruhlíðará og Kaldá svo veiðin datt ekki mikið niður þrátt fyrir það í lokin. Mikið af vænum laxi var að veiðast og stefnir svæðið á ekki síðri stórlaxavon en Breiðdalsá ef fram fer sem horfir. Lítið var af sjóbleikju í Fögruhlíðarósnum þetta árið, en ágætlega af vænni bleikju kom í Kaldá er leið á sumarið. Meira á https://strengir.is/index.php/component/content/article/7-frettir/103-veiei-lokie-i-breiedalsa-joeklusvaeeinu-minnivallalaek-og-hrutu Birt með góðfúslegu leyfi Strengja.
Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði