Umfjöllun: Sanngjarnt jafntefli í Digranesi Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 13. október 2011 20:54 Bjarki Már Elísson. Mynd/Stefán HK og FH buðu upp á hina bestu skemmtun í Digranesi í kvöld þegar liðin skildu jöfn 30-30 í frábærum handboltaleik. Bjarki Már Elísson tryggði HK stigið með marki úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn. HK hóf leikinn betur og skoraði tvö fyrstu mörkin. Arnór Freyr Stefánsson varði þrjú fyrstu skot FH en eftir að FH fann leiðin fram hjá honum tóku gestirnir öll völd á vellinum með Ólaf Gústafsson í sérflokki. FH var tveimur mörkum yfir í hálfleik 14-16 og skoraði Ólafur alls sjö mörk í fyrri hálfleik en HK hélt sér inni í leiknum með góðum sóknarleik og fínni innkomu Björns Inga Friðþjófssonar í markið í fyrri hálfleik. FH skoraði tvö fyrstu mörk seinni hálfleiks og virtist ætla að stinga af en HK gefst aldrei upp og minnkaði muninn fljótt og var komið yfir eftir rúmlega tíu mínútna leik í seinni hálfleik. Ólafur Bjarki og Bjarki Már Elísson drógu vagninn og HK skyndilega komið í bílstjórasætið eftir að hafa elt lungan úr leiknum. FH komst aftur yfir þegar sex mínútur voru til leiksloka, 26-27, með þremur mörkum í röð og allt í járnum á lokamínútunum. HK komst aftur fyri var einu marki yfir þegar tvær mínútur voru eftir. Þá kom Ólafur Gústafsson aftur inn á eftir stutta hvíld og skoraði tvö síðustu mörk FH í leiknum sem virtust ætla að stela báðum stigunum. HK tók leikhlé þegar 16 sekúndur voru eftir og lögðu upp kerfi sem gekk upp. Ólafur Víðir fiskaði vítakast sem Bjarki Már skoraði úr af miklu öryggi. Bæði lið sýndu sínar bestu hliðar í sóknarleiknum í kvöld en að sama skapi geta bæði lið spilað betri vörn. Það kvartar þó enginn yfir því þar sem leikurinn var hin besta skemmtun og undirstrikar jafnræðið sem er á bestu liðum deildarinnar.HK – FH 30-30 (14-16)Mörk HK: Bjarki Már Elísson 11/5 (18/5), Atli Ævar Ingólfsson 7 (8), Ólafur Bjarki Ragnarsson 5 (7), Atli Karl Bachmann 3 (6), Ólafur Víðir Ólafsson 2 (4), Leó Snær Pétursson 1 (3), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (1)Varin skot: Arnór Freyr Stefánsson 3 (14) 21,4%, Björn Ingi Friðþjófsson 10/1 (29/1) 34,5%Hraðaupphlaup: 5 (Bjarki 2, Atli Ævar, Ólafur Víðir, Vilhelm)Fiskuð víti: 5 (Ólafur Víðir 2, Atli Ævar 2, Leó)Utan vallar: 8 mínúturMörk FH: Ólafur Gústafsson 11 (16), Hjalti Þór Pálmason 6 (11), Baldvin Þorsteinsson 4/1 (5/1), Örn Ingi Bjarkason 3 (4), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (2), Halldór Guðjónsson 2 (4), Andri Berg Haraldsson 1 (2), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (3), Magnús Óli Magnússon (1)Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 19 (49) 38,8%Hraðaupphlaup: 6 (Ólafur 2, Halldór 2, Hjalti, Ari)Fiskuð víti: 1 (Ólafur)Utan vallar: 6 mínútur Olís-deild karla Mest lesið Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Í beinni: Valur - Porrino | Evróputitill í boði Handbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn Enski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Porrino | Evróputitill í boði „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Sjá meira
HK og FH buðu upp á hina bestu skemmtun í Digranesi í kvöld þegar liðin skildu jöfn 30-30 í frábærum handboltaleik. Bjarki Már Elísson tryggði HK stigið með marki úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn. HK hóf leikinn betur og skoraði tvö fyrstu mörkin. Arnór Freyr Stefánsson varði þrjú fyrstu skot FH en eftir að FH fann leiðin fram hjá honum tóku gestirnir öll völd á vellinum með Ólaf Gústafsson í sérflokki. FH var tveimur mörkum yfir í hálfleik 14-16 og skoraði Ólafur alls sjö mörk í fyrri hálfleik en HK hélt sér inni í leiknum með góðum sóknarleik og fínni innkomu Björns Inga Friðþjófssonar í markið í fyrri hálfleik. FH skoraði tvö fyrstu mörk seinni hálfleiks og virtist ætla að stinga af en HK gefst aldrei upp og minnkaði muninn fljótt og var komið yfir eftir rúmlega tíu mínútna leik í seinni hálfleik. Ólafur Bjarki og Bjarki Már Elísson drógu vagninn og HK skyndilega komið í bílstjórasætið eftir að hafa elt lungan úr leiknum. FH komst aftur yfir þegar sex mínútur voru til leiksloka, 26-27, með þremur mörkum í röð og allt í járnum á lokamínútunum. HK komst aftur fyri var einu marki yfir þegar tvær mínútur voru eftir. Þá kom Ólafur Gústafsson aftur inn á eftir stutta hvíld og skoraði tvö síðustu mörk FH í leiknum sem virtust ætla að stela báðum stigunum. HK tók leikhlé þegar 16 sekúndur voru eftir og lögðu upp kerfi sem gekk upp. Ólafur Víðir fiskaði vítakast sem Bjarki Már skoraði úr af miklu öryggi. Bæði lið sýndu sínar bestu hliðar í sóknarleiknum í kvöld en að sama skapi geta bæði lið spilað betri vörn. Það kvartar þó enginn yfir því þar sem leikurinn var hin besta skemmtun og undirstrikar jafnræðið sem er á bestu liðum deildarinnar.HK – FH 30-30 (14-16)Mörk HK: Bjarki Már Elísson 11/5 (18/5), Atli Ævar Ingólfsson 7 (8), Ólafur Bjarki Ragnarsson 5 (7), Atli Karl Bachmann 3 (6), Ólafur Víðir Ólafsson 2 (4), Leó Snær Pétursson 1 (3), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (1)Varin skot: Arnór Freyr Stefánsson 3 (14) 21,4%, Björn Ingi Friðþjófsson 10/1 (29/1) 34,5%Hraðaupphlaup: 5 (Bjarki 2, Atli Ævar, Ólafur Víðir, Vilhelm)Fiskuð víti: 5 (Ólafur Víðir 2, Atli Ævar 2, Leó)Utan vallar: 8 mínúturMörk FH: Ólafur Gústafsson 11 (16), Hjalti Þór Pálmason 6 (11), Baldvin Þorsteinsson 4/1 (5/1), Örn Ingi Bjarkason 3 (4), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (2), Halldór Guðjónsson 2 (4), Andri Berg Haraldsson 1 (2), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (3), Magnús Óli Magnússon (1)Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 19 (49) 38,8%Hraðaupphlaup: 6 (Ólafur 2, Halldór 2, Hjalti, Ari)Fiskuð víti: 1 (Ólafur)Utan vallar: 6 mínútur
Olís-deild karla Mest lesið Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Í beinni: Valur - Porrino | Evróputitill í boði Handbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn Enski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Porrino | Evróputitill í boði „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Sjá meira