Umfjöllun: Haukasigur í háspennuleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. október 2011 19:58 Haukar fögnuðu í kvöld. Mynd/Valli Línumaðurinn Heimir Óli Heimisson og markvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson tryggðu Haukum nauman sigur á Akureyri, 23-22, í N1-deild karla. Heimir Óli skoraði sigurmarkið þegar skammt var eftir og Birkir Ívar varði svo frá Bjarna Fritzsyni í lokasókn leiksins. Sá síðarnefndi átti ótrúlegan leik í marki Hauka og varði 21 skot, þar af fjögur víti. Fyrri hálfleikur var að mestu eign Hauka og gátu gestirnir þakkað Sveinbirni Péturssyni, markverði sínum, að Haukar náðu hreinlega ekki að stinga af. Varnarleikur gestanna var flatur og mistök voru gerð í sókninni. Þetta lagaðist þó á síðustu tíu mínútunum og með öflugri frammistöðu á báðum endum vallarins náðu Akureyringar að koma sér aftur inn í leikinn og minnka muninn í aðeins eitt mark áður en flautað var leikhlés. Haukar náðu aftur fjögurra marka forystu í seinni hálfleik en aftur náðu þeir ekki að halda það út. Leikmenn gerðu sig seka um einstaklingsmistök í sókninni og létu svo reka sig út af í vörninni. Um miðbik seinni hálfleiksins munaði litlu að upp úr syði. Haukar fengu þrjár tveggja mínútna brottvísanir á rúmri mínútu og Akureyringum dæmt víti þar að auki. En í stað þess að nýta sér þessa miklu yfirtölu varði Birkir Ívar vítið og þremur færri náðu Haukar að skora ótrúlegt mark. Þessu fylgdu þeir svo eftir stuttu síðar með marki úr hraðaupphlaupi og mátti þá sjá að leikurinn myndi spilast þeim í hag. Þó svo að Akureyringar hafi aftur náð að jafna metin þegar skammt var til leiksloka áttu heimamenn síðasta orðið og fögnuðu sigrinum. Bæði lið eru með unga leikmenn og sést það best á því að lítill stöðugleiki var í leik liðanna í kvöld. Haukar eru með marga öfluga leikmenn en þurfa að pússa sig betur saman, bæði í vörn og sókn, ef ekki á illa að fara. Aron Kristjánsson, þjálfari liðsins, hefur þó margoft sýnt hvað hann getur náð miklu úr sínum leikmönnum og hefur þessi góða byrjun liðsins í deildinni í haust sýnt að það býr heilmikið í Haukaliðinu. Akureyringar hafa þó tapað þremur leikjum í röð en mikil meiðsli eru í herbúðum liðsins. Alls eru fimm leikmenn frá og allir eru í langvarandi meiðslum. Heimir Örn Árnason og Hörður Fannar Sigþórsson eru lykilmenn, bæði í vörn og sókn, og þeirra er sárt saknað. Akureyringar eru þó baráttuglaðir með eindæmum og gáfust aldrei upp þrátt fyrir allt mótlætið. Það mátti litlu muna að lukkan væri á þeirra bandi í kvöld og aðeins tímaspursmál hvenær norðanmenn komast á flug á ný.Haukar - Akureyri 23 - 22 (14 - 13)Mörk Hauka (skot): Heimir Óli Heimisson 7 (8), Tjörvi Þorgeirsson 4 (6), Stefán Rafn Sigurmannsson 4 (9), Nemanja Malovic 3 (7), Freyr Brynjarsson 2 (3), Þórður Rafn Guðmundsson 2 (4), Gylfi Gylfason 1 (3/1), Einar Pétur Pétursson (1), Sveinn Þorgeirsson (2).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 21/4 (43/7, 49%).Hraðaupphlaup: 5 (Tjörvi 2, Þórður Rafn 1, Stefán Rafn 1, Gylfi 1).Fiskuð víti: 1 (Freyr 1).Utan vallar: 12 mínútur.Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 8/1 (18/2), Oddur Gretarsson 5/1 (8/4), Geir Guðmundsson 4 (7), Guðmundur Hólmar Helgason 2 (5), Bergvin Þór Gíslason 2 (6/1), Heimir Örn Árnason 1 (1), Guðlaugur Arnarsson (1), Hlynur Elmar Matthíasson (1).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 14 (37/1, 38%).Hraðaupphlaup: 8 (Bjarni 5, Geir 2, Oddur 1).Fiskuð víti: 7 (Bjarni 3, Geir 1, Guðmundur Hólmar 1, Guðlaugur 1, Hlynur Elmar 1).Utan vallar: 8 mínútur. Olís-deild karla Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
Línumaðurinn Heimir Óli Heimisson og markvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson tryggðu Haukum nauman sigur á Akureyri, 23-22, í N1-deild karla. Heimir Óli skoraði sigurmarkið þegar skammt var eftir og Birkir Ívar varði svo frá Bjarna Fritzsyni í lokasókn leiksins. Sá síðarnefndi átti ótrúlegan leik í marki Hauka og varði 21 skot, þar af fjögur víti. Fyrri hálfleikur var að mestu eign Hauka og gátu gestirnir þakkað Sveinbirni Péturssyni, markverði sínum, að Haukar náðu hreinlega ekki að stinga af. Varnarleikur gestanna var flatur og mistök voru gerð í sókninni. Þetta lagaðist þó á síðustu tíu mínútunum og með öflugri frammistöðu á báðum endum vallarins náðu Akureyringar að koma sér aftur inn í leikinn og minnka muninn í aðeins eitt mark áður en flautað var leikhlés. Haukar náðu aftur fjögurra marka forystu í seinni hálfleik en aftur náðu þeir ekki að halda það út. Leikmenn gerðu sig seka um einstaklingsmistök í sókninni og létu svo reka sig út af í vörninni. Um miðbik seinni hálfleiksins munaði litlu að upp úr syði. Haukar fengu þrjár tveggja mínútna brottvísanir á rúmri mínútu og Akureyringum dæmt víti þar að auki. En í stað þess að nýta sér þessa miklu yfirtölu varði Birkir Ívar vítið og þremur færri náðu Haukar að skora ótrúlegt mark. Þessu fylgdu þeir svo eftir stuttu síðar með marki úr hraðaupphlaupi og mátti þá sjá að leikurinn myndi spilast þeim í hag. Þó svo að Akureyringar hafi aftur náð að jafna metin þegar skammt var til leiksloka áttu heimamenn síðasta orðið og fögnuðu sigrinum. Bæði lið eru með unga leikmenn og sést það best á því að lítill stöðugleiki var í leik liðanna í kvöld. Haukar eru með marga öfluga leikmenn en þurfa að pússa sig betur saman, bæði í vörn og sókn, ef ekki á illa að fara. Aron Kristjánsson, þjálfari liðsins, hefur þó margoft sýnt hvað hann getur náð miklu úr sínum leikmönnum og hefur þessi góða byrjun liðsins í deildinni í haust sýnt að það býr heilmikið í Haukaliðinu. Akureyringar hafa þó tapað þremur leikjum í röð en mikil meiðsli eru í herbúðum liðsins. Alls eru fimm leikmenn frá og allir eru í langvarandi meiðslum. Heimir Örn Árnason og Hörður Fannar Sigþórsson eru lykilmenn, bæði í vörn og sókn, og þeirra er sárt saknað. Akureyringar eru þó baráttuglaðir með eindæmum og gáfust aldrei upp þrátt fyrir allt mótlætið. Það mátti litlu muna að lukkan væri á þeirra bandi í kvöld og aðeins tímaspursmál hvenær norðanmenn komast á flug á ný.Haukar - Akureyri 23 - 22 (14 - 13)Mörk Hauka (skot): Heimir Óli Heimisson 7 (8), Tjörvi Þorgeirsson 4 (6), Stefán Rafn Sigurmannsson 4 (9), Nemanja Malovic 3 (7), Freyr Brynjarsson 2 (3), Þórður Rafn Guðmundsson 2 (4), Gylfi Gylfason 1 (3/1), Einar Pétur Pétursson (1), Sveinn Þorgeirsson (2).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 21/4 (43/7, 49%).Hraðaupphlaup: 5 (Tjörvi 2, Þórður Rafn 1, Stefán Rafn 1, Gylfi 1).Fiskuð víti: 1 (Freyr 1).Utan vallar: 12 mínútur.Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 8/1 (18/2), Oddur Gretarsson 5/1 (8/4), Geir Guðmundsson 4 (7), Guðmundur Hólmar Helgason 2 (5), Bergvin Þór Gíslason 2 (6/1), Heimir Örn Árnason 1 (1), Guðlaugur Arnarsson (1), Hlynur Elmar Matthíasson (1).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 14 (37/1, 38%).Hraðaupphlaup: 8 (Bjarni 5, Geir 2, Oddur 1).Fiskuð víti: 7 (Bjarni 3, Geir 1, Guðmundur Hólmar 1, Guðlaugur 1, Hlynur Elmar 1).Utan vallar: 8 mínútur.
Olís-deild karla Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira