Nýr tölvuleikur Plain Vanilla seldur hjá Apple 11. október 2011 14:41 Íslenska leikjafyrirtækið Plain Vanilla hefur tilkynnt að nýr tölvuleikur þess, The Moogies, sem ætlaður er fyrir iPhone, iPad og iPod touch verði á næstunni settur á markað í Apple netversluninni. Plain Vanilla hefur hannað og framleitt leikinn hér á landi í samvinnu við bandaríska tölvuleikjaútgefandann Chillingo. Í tilkynningu segir að The Moogies sé ný tölvuleikjasería fyrir börn sem settur verður á markað í nóvember og einungis seldur í Apple netversluninni Hugmyndin að baki Moogies var að framleiða skemmtilega og örugga skemmtun fyrir tveggja til sex ára börn. Engar auglýsingar, sölukynningar eða tengingar í annað eru í "The Moogies". Að sögn Chris Byatte, framkvæmdastjóra Chillingo vakti hönnun og framsetning leiksins strax hrifningu innan fyrirtækisins og var ákveðið eftir fyrstu kynningu Plain Vanilla að vinna að því að koma leiknum í Apple netverslunina. "Við erum stolt af því að taka þátt í kynningu þessa leiks með Plain Vanilla, það er ljóst að innan þessa fyrirtækis búa miklir hæfileikar. Börn og foreldrar eiga örugglega eftir að njóta þess saman í ríkum mæli að spila leikinn enda er hann er virkilega vandaður, litríkur, lifandi og skemmtilegur. Mjög gott forrit sem hentar afskaplega vel í iPad, iPod touch og iPhone," segir Byatte í tilkynningunni. Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Julian McMahon látinn Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Hvar eru þau nú? Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Íslenska leikjafyrirtækið Plain Vanilla hefur tilkynnt að nýr tölvuleikur þess, The Moogies, sem ætlaður er fyrir iPhone, iPad og iPod touch verði á næstunni settur á markað í Apple netversluninni. Plain Vanilla hefur hannað og framleitt leikinn hér á landi í samvinnu við bandaríska tölvuleikjaútgefandann Chillingo. Í tilkynningu segir að The Moogies sé ný tölvuleikjasería fyrir börn sem settur verður á markað í nóvember og einungis seldur í Apple netversluninni Hugmyndin að baki Moogies var að framleiða skemmtilega og örugga skemmtun fyrir tveggja til sex ára börn. Engar auglýsingar, sölukynningar eða tengingar í annað eru í "The Moogies". Að sögn Chris Byatte, framkvæmdastjóra Chillingo vakti hönnun og framsetning leiksins strax hrifningu innan fyrirtækisins og var ákveðið eftir fyrstu kynningu Plain Vanilla að vinna að því að koma leiknum í Apple netverslunina. "Við erum stolt af því að taka þátt í kynningu þessa leiks með Plain Vanilla, það er ljóst að innan þessa fyrirtækis búa miklir hæfileikar. Börn og foreldrar eiga örugglega eftir að njóta þess saman í ríkum mæli að spila leikinn enda er hann er virkilega vandaður, litríkur, lifandi og skemmtilegur. Mjög gott forrit sem hentar afskaplega vel í iPad, iPod touch og iPhone," segir Byatte í tilkynningunni.
Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Julian McMahon látinn Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Hvar eru þau nú? Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög