Fiskvegur í Jökulsá á Dal 10. október 2011 09:11 Steinbogi í Jökulsá á Dal. Veiðifélag Jökulsár á Dal bíður þess nú að Skipulagsstofnun gefi grænt ljós á gerð fiskvegar fram hjá svokölluðum Steinboga. „Það er trú okkar í stjórn veiðifélagsins að það að fleyga fiskveg í klöppina við hliðina á urðinni yrði til þess að fiskur gengi upp Jökuldalinn en það er um sextíu kílómetra langt vatnasvæði sem ekkert hefur nýst hingað til. Einnig myndi koma lax í þverár Jökulsár; Hrafnkelu, Gilsá oog Hneflu," segir í umsókn veiðifélagsins um framkvæmdaleyfi. Bæjarráð Fljótsdalshéraðs frestaði afgreiðslu málsins á síðasta fundi þar sem umsögn Skipulagsstofnunar um hvort gera þurfi mat á umhverfisáhrifum liggur ekki fyrir. Grunnurinn að nýjum lendum fyrir laxfiska í Jökulsá er Kárahnúkavirkjun og Hálslón. Í stað þess að vera gruggug af jökulvatni árið um kring er Jökla nú tær þar til Hálslón fyllist síðla sumars og fer á yfirfall. Guðni Guðbergsson hjá Veiðimálastofnun hefur kannað farveg Jöklu. Í mati sínu á hindrunum á gönguleið laxfiska í ánni segir Guðni að rafleiðni í vatninu bendi til góðra uppeldisskilyrða fyrir lax og bleikju, bæði sjógengna og staðbundna. „Á þessari stundu er mesta óvissan fólgin í því hvaða áhrif aurugt yfirfallsvatn kemur til með að hafa," segir Guðni. Áðurnefndur Steinbogi er urð sem lokar nánast algerlega fyrir fiskgengd í ánni um þrjá kílómetra fyrir ofan þjóðveg 1, í landi Sellands og Gilja. Þá eru enn yfir sextíu kílómetrar að ósi Desjár en alls eru þangað 109 kílómetrar frá ósi Jöklu í Héraðsflóa. Þröstur Elliðason, hjá veiðifélaginu Strengjum, sem hefur Jökulsársvæðið á leigu, segir í sinni skýrslu að sleppt hafi verið laxaseiðum fyrir á bilinu sjö til átta milljónir króna á vatnasvæðinu fyrir ofan Steinboga. „Er búist við að lax reyni í framhaldi af þessum sleppingum að ganga upp Jökuldalinn í töluverðu magni og dreifa sér um þetta víðfeðma og skemmtilega veiðisvæði sem þetta getur þá orðið," segir Þröstur. Útfærslan á fiskveginum er sú önnur sem lögð er fram. Þeirri fyrri var hafnað. Veiðifélagið telur það hafa verið vegna misskilnings. Verkfræðistofan Verkís gerir ráð fyrir að vegurinn verði fleygaður í bergið við hlið farvegarins og steyptur að hluta. gar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Fengu væna sjóbirtinga á Pheasant Tail Veiði Mikil ásókn í Hítará en minna sótt um Norðurá Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði
Veiðifélag Jökulsár á Dal bíður þess nú að Skipulagsstofnun gefi grænt ljós á gerð fiskvegar fram hjá svokölluðum Steinboga. „Það er trú okkar í stjórn veiðifélagsins að það að fleyga fiskveg í klöppina við hliðina á urðinni yrði til þess að fiskur gengi upp Jökuldalinn en það er um sextíu kílómetra langt vatnasvæði sem ekkert hefur nýst hingað til. Einnig myndi koma lax í þverár Jökulsár; Hrafnkelu, Gilsá oog Hneflu," segir í umsókn veiðifélagsins um framkvæmdaleyfi. Bæjarráð Fljótsdalshéraðs frestaði afgreiðslu málsins á síðasta fundi þar sem umsögn Skipulagsstofnunar um hvort gera þurfi mat á umhverfisáhrifum liggur ekki fyrir. Grunnurinn að nýjum lendum fyrir laxfiska í Jökulsá er Kárahnúkavirkjun og Hálslón. Í stað þess að vera gruggug af jökulvatni árið um kring er Jökla nú tær þar til Hálslón fyllist síðla sumars og fer á yfirfall. Guðni Guðbergsson hjá Veiðimálastofnun hefur kannað farveg Jöklu. Í mati sínu á hindrunum á gönguleið laxfiska í ánni segir Guðni að rafleiðni í vatninu bendi til góðra uppeldisskilyrða fyrir lax og bleikju, bæði sjógengna og staðbundna. „Á þessari stundu er mesta óvissan fólgin í því hvaða áhrif aurugt yfirfallsvatn kemur til með að hafa," segir Guðni. Áðurnefndur Steinbogi er urð sem lokar nánast algerlega fyrir fiskgengd í ánni um þrjá kílómetra fyrir ofan þjóðveg 1, í landi Sellands og Gilja. Þá eru enn yfir sextíu kílómetrar að ósi Desjár en alls eru þangað 109 kílómetrar frá ósi Jöklu í Héraðsflóa. Þröstur Elliðason, hjá veiðifélaginu Strengjum, sem hefur Jökulsársvæðið á leigu, segir í sinni skýrslu að sleppt hafi verið laxaseiðum fyrir á bilinu sjö til átta milljónir króna á vatnasvæðinu fyrir ofan Steinboga. „Er búist við að lax reyni í framhaldi af þessum sleppingum að ganga upp Jökuldalinn í töluverðu magni og dreifa sér um þetta víðfeðma og skemmtilega veiðisvæði sem þetta getur þá orðið," segir Þröstur. Útfærslan á fiskveginum er sú önnur sem lögð er fram. Þeirri fyrri var hafnað. Veiðifélagið telur það hafa verið vegna misskilnings. Verkfræðistofan Verkís gerir ráð fyrir að vegurinn verði fleygaður í bergið við hlið farvegarins og steyptur að hluta. gar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Fengu væna sjóbirtinga á Pheasant Tail Veiði Mikil ásókn í Hítará en minna sótt um Norðurá Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði