Fiskvegur í Jökulsá á Dal 10. október 2011 09:11 Steinbogi í Jökulsá á Dal. Veiðifélag Jökulsár á Dal bíður þess nú að Skipulagsstofnun gefi grænt ljós á gerð fiskvegar fram hjá svokölluðum Steinboga. „Það er trú okkar í stjórn veiðifélagsins að það að fleyga fiskveg í klöppina við hliðina á urðinni yrði til þess að fiskur gengi upp Jökuldalinn en það er um sextíu kílómetra langt vatnasvæði sem ekkert hefur nýst hingað til. Einnig myndi koma lax í þverár Jökulsár; Hrafnkelu, Gilsá oog Hneflu," segir í umsókn veiðifélagsins um framkvæmdaleyfi. Bæjarráð Fljótsdalshéraðs frestaði afgreiðslu málsins á síðasta fundi þar sem umsögn Skipulagsstofnunar um hvort gera þurfi mat á umhverfisáhrifum liggur ekki fyrir. Grunnurinn að nýjum lendum fyrir laxfiska í Jökulsá er Kárahnúkavirkjun og Hálslón. Í stað þess að vera gruggug af jökulvatni árið um kring er Jökla nú tær þar til Hálslón fyllist síðla sumars og fer á yfirfall. Guðni Guðbergsson hjá Veiðimálastofnun hefur kannað farveg Jöklu. Í mati sínu á hindrunum á gönguleið laxfiska í ánni segir Guðni að rafleiðni í vatninu bendi til góðra uppeldisskilyrða fyrir lax og bleikju, bæði sjógengna og staðbundna. „Á þessari stundu er mesta óvissan fólgin í því hvaða áhrif aurugt yfirfallsvatn kemur til með að hafa," segir Guðni. Áðurnefndur Steinbogi er urð sem lokar nánast algerlega fyrir fiskgengd í ánni um þrjá kílómetra fyrir ofan þjóðveg 1, í landi Sellands og Gilja. Þá eru enn yfir sextíu kílómetrar að ósi Desjár en alls eru þangað 109 kílómetrar frá ósi Jöklu í Héraðsflóa. Þröstur Elliðason, hjá veiðifélaginu Strengjum, sem hefur Jökulsársvæðið á leigu, segir í sinni skýrslu að sleppt hafi verið laxaseiðum fyrir á bilinu sjö til átta milljónir króna á vatnasvæðinu fyrir ofan Steinboga. „Er búist við að lax reyni í framhaldi af þessum sleppingum að ganga upp Jökuldalinn í töluverðu magni og dreifa sér um þetta víðfeðma og skemmtilega veiðisvæði sem þetta getur þá orðið," segir Þröstur. Útfærslan á fiskveginum er sú önnur sem lögð er fram. Þeirri fyrri var hafnað. Veiðifélagið telur það hafa verið vegna misskilnings. Verkfræðistofan Verkís gerir ráð fyrir að vegurinn verði fleygaður í bergið við hlið farvegarins og steyptur að hluta. gar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði
Veiðifélag Jökulsár á Dal bíður þess nú að Skipulagsstofnun gefi grænt ljós á gerð fiskvegar fram hjá svokölluðum Steinboga. „Það er trú okkar í stjórn veiðifélagsins að það að fleyga fiskveg í klöppina við hliðina á urðinni yrði til þess að fiskur gengi upp Jökuldalinn en það er um sextíu kílómetra langt vatnasvæði sem ekkert hefur nýst hingað til. Einnig myndi koma lax í þverár Jökulsár; Hrafnkelu, Gilsá oog Hneflu," segir í umsókn veiðifélagsins um framkvæmdaleyfi. Bæjarráð Fljótsdalshéraðs frestaði afgreiðslu málsins á síðasta fundi þar sem umsögn Skipulagsstofnunar um hvort gera þurfi mat á umhverfisáhrifum liggur ekki fyrir. Grunnurinn að nýjum lendum fyrir laxfiska í Jökulsá er Kárahnúkavirkjun og Hálslón. Í stað þess að vera gruggug af jökulvatni árið um kring er Jökla nú tær þar til Hálslón fyllist síðla sumars og fer á yfirfall. Guðni Guðbergsson hjá Veiðimálastofnun hefur kannað farveg Jöklu. Í mati sínu á hindrunum á gönguleið laxfiska í ánni segir Guðni að rafleiðni í vatninu bendi til góðra uppeldisskilyrða fyrir lax og bleikju, bæði sjógengna og staðbundna. „Á þessari stundu er mesta óvissan fólgin í því hvaða áhrif aurugt yfirfallsvatn kemur til með að hafa," segir Guðni. Áðurnefndur Steinbogi er urð sem lokar nánast algerlega fyrir fiskgengd í ánni um þrjá kílómetra fyrir ofan þjóðveg 1, í landi Sellands og Gilja. Þá eru enn yfir sextíu kílómetrar að ósi Desjár en alls eru þangað 109 kílómetrar frá ósi Jöklu í Héraðsflóa. Þröstur Elliðason, hjá veiðifélaginu Strengjum, sem hefur Jökulsársvæðið á leigu, segir í sinni skýrslu að sleppt hafi verið laxaseiðum fyrir á bilinu sjö til átta milljónir króna á vatnasvæðinu fyrir ofan Steinboga. „Er búist við að lax reyni í framhaldi af þessum sleppingum að ganga upp Jökuldalinn í töluverðu magni og dreifa sér um þetta víðfeðma og skemmtilega veiðisvæði sem þetta getur þá orðið," segir Þröstur. Útfærslan á fiskveginum er sú önnur sem lögð er fram. Þeirri fyrri var hafnað. Veiðifélagið telur það hafa verið vegna misskilnings. Verkfræðistofan Verkís gerir ráð fyrir að vegurinn verði fleygaður í bergið við hlið farvegarins og steyptur að hluta. gar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði