Veiðifréttir eru komnar út 26. október 2011 10:01 Veiðifréttir eru komnar út á rafrænu formi og eiga að vera í pósthólfum félagsmanna. Það er einnig hægt að nálgast blaðið hér. Við fjöllum um forúthlutun SVFR sem nú stendur yfir, Bjarni Júlíusson, formaður félagsins, fjallar um veiðisumarið 2011 og segir frá mögulegum breytingum sem eru í farvatninu. Við gerum upp veiðina í Elliðaánum og Fnjóská, rifjum upp skelfilegt morð í Elliðaárdalnum og veltum fyrir okkur virkni Viagra. Einnig birtum við veiðistaðalýsingu á Tungufljóti í Skaftafellssýslu, segjum frá draumafiskum Hermanns Ottóssonar og birtum myndasyrpu frá urriðasvæðum Laxár, rifjum upp hetjulega baráttu kapteins Aspinall við 33 punda lax í Myrkhyl um árið og skellum veiðifélaginu Agninu í hörkulega yfirheyrslu. Þá rifjum við upp söguna á bak við stórlaxafluguna Bláu nunnuna og birtum upphaflega uppskrift höfundar.Hægt er að nálgast blaðið með því að smella hér Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Smálaxagöngur að skila sér í Norðurá Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði Meðalþyngdin 12 pund úr Fnjóská Veiði Góður gangur í Langá Veiði Flottur sjóbirtingur úr Hörgá Veiði Silungurinn er að taka rykmýs lifrur núna Veiði Flottar stórlaxagöngur í Stóru Laxá Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Meira veiðist af bleikju í Elliðavatni í ár en í fyrra Veiði Fyrsti 20 punda laxinn í sumar Veiði
Veiðifréttir eru komnar út á rafrænu formi og eiga að vera í pósthólfum félagsmanna. Það er einnig hægt að nálgast blaðið hér. Við fjöllum um forúthlutun SVFR sem nú stendur yfir, Bjarni Júlíusson, formaður félagsins, fjallar um veiðisumarið 2011 og segir frá mögulegum breytingum sem eru í farvatninu. Við gerum upp veiðina í Elliðaánum og Fnjóská, rifjum upp skelfilegt morð í Elliðaárdalnum og veltum fyrir okkur virkni Viagra. Einnig birtum við veiðistaðalýsingu á Tungufljóti í Skaftafellssýslu, segjum frá draumafiskum Hermanns Ottóssonar og birtum myndasyrpu frá urriðasvæðum Laxár, rifjum upp hetjulega baráttu kapteins Aspinall við 33 punda lax í Myrkhyl um árið og skellum veiðifélaginu Agninu í hörkulega yfirheyrslu. Þá rifjum við upp söguna á bak við stórlaxafluguna Bláu nunnuna og birtum upphaflega uppskrift höfundar.Hægt er að nálgast blaðið með því að smella hér Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Smálaxagöngur að skila sér í Norðurá Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði Meðalþyngdin 12 pund úr Fnjóská Veiði Góður gangur í Langá Veiði Flottur sjóbirtingur úr Hörgá Veiði Silungurinn er að taka rykmýs lifrur núna Veiði Flottar stórlaxagöngur í Stóru Laxá Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Meira veiðist af bleikju í Elliðavatni í ár en í fyrra Veiði Fyrsti 20 punda laxinn í sumar Veiði